fagleg vinnubrögð
Verum til fyrirmyndar í umhverfismálum

Umhverfisstefna Securitas

Securitas er í hópi fyrirtækja sem taka þátt í verkefni Festu og Reykjavíkurborgar, sem hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Securitas mun ávallt leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og fylgja lagalegum kröfum á sviði umhverfismála. Securitas rekur stóran bifreiðaflota og er stöðugt unnið að umbótum til að draga úr þeim umhverfisáhrifum sem rekstur flotans getur haft í för með sér. Securitas mun kappkosta að fræða starfsfólk fyrirtækisins um gildandi lög og reglugerðir í umhverfismálum og hvetur alla til virðingar fyrir umhverfinu bæði í starfi og í frítíma. Stöðugt er leitast við að bæta rekstur, ferla og verklag með það að leiðarljósi að hafa jákvæð áhrif á umhverfi, samfélagið og samstarfsaðila. Hvatt er til hagkvæmrar notkunar á aðföngum, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar þar sem það á við.

Umbóta-, gæða-, og umhverfismál eru tekin reglulega upp á stjórnendafundum félagsins og er farið yfir málin tvisvar sinnum á ári, þar sem mælanleg markmið eru sett og endurskoðuð út frá þeim árangri sem náðst hefur. Stjórnendur búa til verkefnahópa sem sinna svo hverju máli fyrir sig.  Umhverfisstefna ásamt umhverfismarkmiðum eru endurskoðuð og uppfærð á tveggja ára fresti og verða næst uppfærð 2024.

Markmið Securitas

  • Að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi félagsins.
  • Að fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál.
  • Að tryggja starfsfólki heilbrigð og örugg starfsskilyrði og hvetja til vistvænna ferðamáta.
  • Efla umhverfisvitund starfsfólks.
  • Endurvinna og endurnýta það sem hægt er og farga öðru á viðeigandi hátt.
  • Draga úr pappírs- og plastnotkun og notkun einnota vara.
  • Draga úr orkunotkun eins og hægt er.

Leiðir að markmiðum :

  • Fylgjast með lögum og reglugerðum sem varða umhverfismál.
  • Mæla kolefnisspor í gegnum umhverfisstjórnunarkerfið Klappir.
  • Taka tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar þar
    sem það á við.
  • Minnka orkunotkun og losun úrgangsefna.
  • Tryggja aðgengi að flokkunartunnum með öllum helstu flokkum.
  • Draga markvisst úr pappírsnotkun.
  • Endurnýja bílaflota þar sem valdar eru vistvænar útfærslur á bifreiðum þar sem því er við komið.
  • Hvetja starfsfólk til vistvænna ferðamáta og bjóða upp á samgöngustyrki.

Markmiðum ætlar Securitas að ná á eftirfarandi hátt:

Bein losun gróðurhúsalofttegunda

Kaupa eyðsluminni- eða rafmagnsbíla vegna reksturs.

  • Fjölga rafmagns bílum þar sem því er viðkomið.
  • Starfsfólk Securitas fer í gegnum Góðakstursnámskeið.

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda vegna orkunotkunar

Tryggja að starfsfólk sé meðvitað um orkunotkun og að minna fólk á að slökkva ljósin.

  • Fræða og upplýsa starfsfólk um að ganga frá tölvum sínum á orkusparandi máta.
  • Litið til þess að keypt raftæki og perur séu orkusparandi samkvæmt viðurkenndum stöðlum.
  • Leitast við að nota efni, rekstrarvörur og umbúðir sem eru umhverfisvænar.
  • Stilla loftræstingu á næturstillingar til þess að spara orku.
  • Raforku og hitareikningar eru yfirfarnir reglulega.
  • Tryggja frágang húsa og vinnustöðva með skýrum vinnureglum og frágangsferðum í lok dags.

Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda

Losun vegna aðkeyptra vara

  • Skoða möguleika flutnings aðkeyptra vara (þyngd, tegund og birgðastaða hefur áhrif á hvort flutt sé með flugi eða tekið sjóleiðina).
  • Nýta flutningsaðila sem hafa lýst yfir stuðningi við Parísarsáttmálann eða fylgja ECA reglugerðinni (Emission Control Areas).

Losun vegna flugs starfsfólks innanlands

  • Ekki er mikið um það að starfsfólk Securitas ferðist í flugi. Ávallt er boðið uppá fjarfundi þegar það á við.

Losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu

  • Starfsfólk sem nýtir sér vistvænar samgöngur er boðinn samgöngustyrkur. Samgöngustyrkir eru reglulega kynntir og starfsfólk hvatt til að taka þátt. Sérstaklega er hvatt til hjólreiða til og frá vinnu með bættri aðstöðu starfsfólks.

Önnur óbein losun (frálag)

  • Markvisst er verið að vinna í því að draga úr pappírsnotkun. Viðskiptavinir eru hvattir til að taka á móti rafrænum reikningum og einnig senda okkur rafræna reikninga. Starfsfólk er hvatt til að minnka prentun pappírs þegar það er óþarfi.
  • Velja skal umhverfismerktar vörur þegar hægt er.

Losun úrgangs

  • Halda áfram að flokka allt sorp sem fellur til og lágmarka notkun á rekstrar- og skrifstofuvörum.
  • Fræðsla til starfsfólks um flokkun úrgangs og sóun.
  • Fjölga endurvinnslutunnum og kynna mikilvægi flokkunar.
  • Markvisst er unnið að því að auka nýtingu fjölnota kaffimála í stað einnota pappamála.

Hvenær ætlum við að ná markmiðum

Securitas hefur sett fram mælanleg markmið til tveggja ára í senn og ætla að fylgja þeim markvisst eftir; miðað er við árið 2022. Mælanlegu markmiðin eru:

  • 70% af úrgangi verður flokkaður árið 2024.
  • 90% fækkun á einnota pappamálum árið 2024.
  • Minnka pappírsnotkun um 20% fyrir 2024.
  • Fjölga starfsfólki með samgöngustyrk um 10% fyrir 2024.

Uppfært og samþykkt: 20.09.2024