Stefna Secuitas gegn spillingu og mútum
Markmið þessarar stefnu er að koma í veg fyrir hvers kyns spillingu og mútur innan fyrirtækisins og í tengslum við samstarfsaðila, viðskiptavini og birgja. Spilling og mútur eru ekki lögleg samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum hvort sem það er að taka á móti mútum eða að múta. Einnig er ekki heimilt að múta í gegnum aðra eins og umboðsmenn, ráðgjafa eða dreifingaraðila.
Hugtök
Spilling Hugtak sem nær yfir hvers konar misnotkun á valdastöðu til persónulegs ávinnings, hvort sem um er að ræða beint eða óbeint.
Mútur Mútur eru óeðlileg greiðsla, verðmæti eða fríðindi, veitt til að fá óeðlilega eða ólöglega aðstoð eða áhrif á ákvörðunartöku, viðskipti eða þjónustu.
Grunnatriði
Enginn starfsmaður má bjóða, taka við, veita eða samþykkja mútur eða önnur ólögleg fríðindi í starfi sínu. Þeir eru einnig skyldugir til að tilkynna um grun eða vitneskju um spillingu eða mútuatvik. Góð regla er að spyrja sjálfan sig áður en þú samþykkir að taka við einhverjum verðmætum persónulega hvort um eðlilegan gjörning sé að ræða.
Stjórnendur bera sérstaka ábyrgð á að tryggja að fyrirtækið fylgi þessari stefnu og að allt starfsfólk sé upplýst og þjálfaðað í henni.
Gjafir og skemmtanir
Mútugreiðslur geta verið með margvíslegum hætti, að bjóða eða gefa peninga eða eitthvað annað verðmætt. Hafa skal í huga að algengir viðskiptahættir eða félagsstarfsemi eins og að veita gjafir geta verið mútur í sumum kringumstæðum.
Gjafir eða skemmtanir verða að vera hóflegar, sanngjarnar og sjaldgæfar. Ef að stjórnandi eða starfsmaður ákveður að gefa eða þiggja gjöf/skemmtun sem er að verðmæti yfir kr. 15.000 skal hann tilkynna það í gegnum ábendingakerfið eða til framkvæmdastjóra mannauðs og menningar.
Styrkir, framlög og kostun
Securitas getur veitt utanaðkomandi aðilum styrki eða stuðning.
Styrkir og stuðningur við stjórnmálaflokka
Securitas styrkir ekki stjórnmálaflokka
Birgjar
Þegar gengið er til samninga við nýja birgja eða aðra viðskiptaaðila skal tryggja að öll samskipti og viðskipti séu eðlileg.
Kynningar og þjálfun
Framkvæmdastjóri mannauðs og menningar ber ábyrgð á að kynna þessa stefnu fyrir öllu starfsfólki. Nýliðar fá kynningu á stefnuni og er farið yfir hana á nýliðanámskeiðum.
Bókhald og skráningar
Allar fjárhagshreyfingar skulu bókaðar og koma fram í fjárhagsbókhaldi. Ekkert má vera utan bókhalds.
Eftirlit
Starfsfólki og stjórnendum er skylt að upplýsa framkvæmdastjóra mannauðs og menningar ef grunur vaknar um mútur ásamt því að upplýsa um móttöku eða afhendingu gjafa sem fara yfir 15.000 kr. verðmæti. Framkvæmdastjóri mannauðs og menningar heldur utan um fyrrgreindar skráningar og hefur eftirlit með gjöfum, upplýsir og eftir atvikum ræðir málin í framkvæmdastjórn.
Forstjóri og framkvæmdastjórar sviða ásamt millistjórnendum skulu vera vel vakandi fyrir þessum málum og upplýsa ef grunur vaknar um mögulegar mútur.
Hér má nálgast Stefna gegn spillingu og mútum