fagleg vinnubrögð
Tryggja gæði vöru og þjónustu
Gæðastefna Securitas
Tilgangur gæðastefnu Securitas er að tryggja að gæði vöru og þjónustu séu í samræmi við væntingar viðskiptavina.
Markmið
Það er markmið Securitas að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. Það er því stefna Securitas að:
- tryggja að fyrirtækið skili umsaminni þjónustu á umsömdum tíma.
- koma á verkferlum þannig að allt starfsfólk tekur virkan þátt í að vinna stöðugt að endurbótum.
Takmark
- Gæta hagkvæmni í starfsemi.
- Fylgja og hlíta kröfum sem gerðar eru til reksturs fyrirtækisins hverju sinni.
- Fylgja öllum samningum sem fyrirtækið er aðili að og varða gæðamál á einhvern hátt.
- Stjórnendur og starfsfólk Securitas fylgi skilgreindum verkferlum og öðrum fyrirmælum.
Ábyrgð
Stjórn Securitas ber ábyrgð á gæðastefnu þessari og endurskoðar hana reglulega.
Ábyrgðaraðili gæðastefnu ber ábyrgð á framkvæmd þessarar gæðastefnu með því að beita viðeigandi stöðlum og vinnuferli.