Starfsmannastefna Securitas
Starfsmannastefna
Markmið Securitas er að hjá fyrirtækinu starfi hæft, áhugasamt og metnaðarfullt starfsfólk sem sé boðið starfsumhverfi sem skapar starfsmönnum tækifæri til að eflast og þróast í starfi. Lögð er áhersla á að starfsfólk þekki og starfi samkvæmt framtíðarsýn og markmiðum fyrirtækisins og að vinnuumhverfi sé jákvætt og hvetjandi þar sem hver og einn fái notið sín. Við störfum eftir ferlum og verklagi og leggjum áherslu á að vinnubrögð séu markviss og frumkvæði sé einkennandi . Lagt er upp úr því að starfsfólk taki þátt í lifandi starfsumhverfi og hafi ríka þjónustulund
Stefna í málum er tengjast einelti eða kynferðislegri áreitni
Allt starfsfólk Securitas á rétt á því að komið sé fram við það að virðingu og að starfsumhverfi veiti öryggi. Einelti, fordómar eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin innan Securitas.
Jafnlaunastefna
Securitas leggur ríka áherslu á að konur og karlar sem starfa hjá fyrirtækinu hljóti jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Securitas hefur hlotið Jafnlaunavottun, en tilgangur vottunarinnar er að vinna gegn kynbundnum launamun. Með innleiðingu jafnlaunavottunarstaðalsins hefur Securitas komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að ákvörðun launa byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.