Háfakerfi
SJÁLFVIRK HÁFAKERFI FYRIR ATVINNUELDHÚS
Atvinnueldhús er einn af þeim stöðum þar sem eldhætta er mikil.
Securitas hefur sett upp fjölda slökkvikerfa í atvinnueldhúsum um allt land. Háfaslökkvikerfi sem hafa komið í veg fyrir stórtjón með eldsnöggum viðbrögðum við brunaboðum.
Tvær megin gerðir eldhússlökkvikerfa
Securitas býður tvær megin gerðir af slökkvikerfum fyrir atvinnueldhús:
- ANSUL R102 eldhússlökkvikerfi
- PIRANAH eldhússlökkvikerfi
Ástæður bruna í eldhúsum er oftast að djúpsteikingarfita hefur ofhitnað eða þá að það kviknar í út frá flamberingu. Eldurinn nær upp í háfinn og kveikir í fitunni sem þar hefur safnast saman. Til að fyrirbyggja að sá eldur sem kemur upp nái að breiðast út þarf slökkvikerfið að taka til eldunartækja, háfsins og stokkanna.
Til þess að setja upp og þjónusta svona kerfi þarf vottun framleiðanda og starfsleyfi frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun sem að Securitas hefur.
Eldhættu mætt strax af krafti
Svona virka háfakerfi
Hér er hægt að sjá einfalt myndband sem sýnir hvernig háfaslökkvikerfi virka.
ANSUL R102
ANSUL háfakerfi eru algengustu kerfin á markaðnum í dag. Kerfin eru mekanísk, algjörlega sjálfstæð og koma með slökkvimiðlinum ANSULEX.
Slökkvimiðilinn er með lágt pH gildi, hann slekkur eld og kælir yfirborð. Slökkvimiðillinn er froðukenndur og myndar einskonar teppi yfir brunasvæðið sem hindrar að eldur komi upp aftur.
PIRANHA eldhússlökkvikerfi
ANSUL PIRANHA kerfin eru fyrir viðskiptavini sem gera meiri kröfur og vilja tryggja rekstrarsamfellu.
Ólíkt hefðbundnum háfakerfum er hægt að færa til eldunartækin undir háfnum og breyta uppröðun án þess að það þurfi að breyta slökkvikerfinu.
PIRANHA hentar betur í sýningareldhús þar sem
fagurfræðin skiptir máli, enda sjást úðastútarnir ekki undan háfnum.
PIRANHA kerfin eru tengd inn á vatn þannig að þegar kerfið hefur dælt út slökkvimiðli til að slökkva eldinn þá dælir það vatni eftir á. Vatnið vinnur með slökkvimiðlinum og kælir svæðið.
Þessi kæling verður til þess að hægt er að byrja notkun á eldhúsinu aftur nokkrum klukkustundum eftir að eldur
kemur upp.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í slökkvikerfum
Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri
Gestur Guðjónsson
Viðskiptastjóri
Frímann Viðarsson
Viðskiptastjóri
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.