SLÖKKVIKERFI

 

Þegar eldur kemur upp eru fyrstu viðbrögð lykilatriði til að koma í veg fyrir mannskaða og eignatjón.

Brunaviðvörun er mikilvæg til að láta nærstadda vita af hættunni um leið og elds eða reyks verður vart. Brunaviðvörunarkerfi senda boð á rétta staði til að koma af stað viðbragði.

Slökkvikerfi hafa hins vegar það hlutverk að ráða niðurlögum elds með hröðum og öruggum hætti.

Sérfræðingar Securitas búa yfir áralangri reynslu af hönnun, uppsetningu og eftirliti með slökkvikerfum.

 

Ýmsar aðferðir

Mikilvægt að velja rétt slökkvikerfi fyrir hvert rými

Sérfræðingar Securitas búa yfir áralangri reynslu við hönnun, uppsetningu og eftirlit slökkvikerfa.

Með okkar sérfræðiþekkingu fá viðskiptavinir aðstoð við að velja þá aðferð sem hentar best á hverjum stað til að slökkva eld þegar hann kemur upp.

Hönnun uppsetning ráðgjöf um uppsetningu öryggiskerfa frá Securitas

Gasslökkvikerfi

Froðuslökkvikerfi

Slökkvikerfi gasslökkvikerfi flokkur

Viðurkennd háfaslökkvikerfi fyrir atvinnueldhús

Gasslökkvikerfi "Clean agent"

Gasslökkvikerfi eru gjarnan notuð í tæknirýmum og þar sem viðkvæmur rafmagnsbúnaður er.

Sett eru upp gashylki sem innihalda slökkvimiðilinn.  Gaslagnir með afhleypistútum eru lagðar í rýminu sem á að verja. Skynjarabúnaður, viðvörunarljós og viðvörunarbjöllur, handboðar og stjórnstöð eru hluti af kerfinu.

Þegar eldur kviknar nema skynjarar reykinn, senda boð á stjórnstöð slökkvikerfisins sem gefur viðvörunarboð og býr kerfið undir að hleypa af gasinu. Gasið er ekki skaðlegt fyrir fólk og við hönnun kerfisins er þess gætt að súrefnismagn rýmisins fari ekki niður fyrir hættumörk.

Þar sem er mikill eldsmatur og hiti

Froðuslökkvikerfi

Í froðuslökkvikerfum er hægt að velja um margar útfærslur. Til er há-, mið- og lágþenslu froða. Dæmi um rými þar sem forðuslökkvikerfi eru notuð eru flugskýli, spennarými, olíulager, dekkjalager o.fl.

 

Froðuslökkvikerfi froða streymir úr loftstútum í opnu rými og sýnir hverni slökkvifroða þekur allt gólfið.

Viðurkennd háfaslökkvikerfi fyrir atvinnueldhús

Háfakerfi

Háfakerfi eru sjálfstæð slökkvikerfi sem sett eru upp þannig að þau slökkvi eld inni í útsogsháfum og í eldunartækjum. Þar sem eldhús er í brunahólfi með matsal er skylda að setja upp slíkan búnað. Kerfin eru sniðin að hverju eldhúsi fyrir sig.

Securitas hefur sett upp og þjónustað eldhússslökkvikerfi í yfir 25 ár.

Þinn eiginn eldvarnarfulltrúi

Örugg umsjón brunavarna í þínu fyrirtæki.

Reynsla og þekking

Unnið samkvæmt viðurkenndum stöðlum

Sérfræðingar Securitas vinna eftir skipulögðu verklagi og fylgja stöðlum við hönnun, uppsetningu og þjónustu slökkvikerfa.

Securitas vinnur m.a. eftir: NFPA 2001 – Standard on Clean Agent Fire Extinguishing Systems og ÍST EN 15004 – Fixed firefighting systems, Gas Extinguishing systems.  Stjórnbúnaður uppfyllir kröfur skv. ÍST EN-54 og kröfur Mannvirkjastofnunar um stjórnbúnað slökkvikerfa, sem koma fram í Leiðbeiningum um sjálfvirka brunaviðvörun nr. 6.038. 

Afhleypistöðvar uppfylla ÍST EN 12094-1. Í háfakerfum er stuðst við EN 16282-7 – Standard for Kitchen Fire Protection. Að auki er farið eftir leiðbeiningum framleiðenda.

Securitas er með starfsleyfi til að þjónusta slökkvikerfi og viðeigandi vottanir frá framleiðendum.

NFPA2001 600x600
Þéttleikamælingar á rýmum fyrir slökkvikerfi frá Securitas

Er rýmið tilbúið fyrir nýtt slökkvikerfi

Þéttleikamælingar

Vertu í öruggum höndum sérfræðinga Securitas sem skoða hvert rými fyrir innleiðingu á nýju slökkvikerfi.

Áður en sjálfvirkt slökkvikerfi er tekið í notkun er mikilvægt að ganga úr skugga um að rýmið þoli þá aðferð sem er beitt við að slökkva eldinn.

Þéttleikamæling er framkvæmd í þeim rýmum sem nýta á gas til að ráða niðurlögum elds.

Rými þarf að vera nægilega þétt til að halda inni slökkvimiðlinum meðan hann vinnur og aukinn þrýstingur þarf að hafa aðgang út úr rýminu annars getur það sprungið

Securitas annast reglubundið eftirlit samkvæmt kröfum opinberra aðila um brunavarnir

Tæknirými

Vélarúm

Eldhús

VIRKJANIR

Hótel

Að tapa tölvubúnaði og tölvugögnum getur verið óbætanlegt tjón

Slökkvikerfi fyrir tölvurými

Tölvurými eru eitt af mikilvægustu rýmum margra fyrirtækja. Þar er yfirleitt geymdur dýr tölvubúnaður sem hýsir enn verðmætari gögn.

Sérfræðingar Securitas hafa áralanga reynslu við að hanna og setja upp örugg og umhverfisvæn slökkvikerfi sem geta slökkt eld mjög hratt og án þess að valda auknu tjóni líkt og ef slökkt væri með vatni, froðu eða dufti. 

Gasslökkvikerfi sem notuð eru í tæknirýmum virka þannig að annar tölvubúnaður en sá sem kom kerfinu af stað getur starfað eðlilega á meðan eldurinn er slökktur.

Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að brunaöryggi hafðu samband við sérfræðinga Securitas.

Slökkvikerfi fyrir netþjóna tæknirým og tölvurými gagnaver

Fyrstu viðbrögð skipta öllu

Slökkvikerfi fyrir vélarúm

Talsverð eldhætta getur verið í vélarrúmum hvort sem er á landi eða á sjó.

Þó hættan sé alltaf mikil þá er hún meiri úti á sjó þar sem áhöfnin getur þurft að mæta óvæntum atvikum án utanaðkomandi aðstoðar.

Fljótvirk Aerosol slökkvikerfi eru hentug lausn í vélarúmum skipa og báta.

Öruggari eldamennska

Slökkvikerfi fyrir atvinnueldhús

Atvinnueldhús er einn af þeim stöðum þar sem eldhætta er mikil.

Securitas hefur sett upp fjölda slökkvikerfa í atvinnueldhúsum um allt land. Háfaslökkvikerfi hafa komið í veg fyrir stórtjón með eldsnöggum viðbrögðum við bruna.

Securitas býður tvær megin gerðir af slökkvikerfum fyrir atvinnueldhús:

  • ANSUL R102 eldhússlökkvikerfi
  • PIRANAH eldhússlökkvikerfi

Algengar ástæður bruna í eldhúsum má rekja til þess að djúpsteikingarfita hefur ofhitnað eða eldunar við opinn eld líkt og við flamberingu. Ef dldurinn nær upp í háf er mikil hætta á að kvikni í fitu sem safnast gjarnan fyrir í háfum. Til að vinna gegn því að eldur eldur geti logað og breiðast út þarf slökkvikerfið að taka til eldunartækja, háfsins og loftræstistokka.

Uppsetning og þjónusta við kerfi af þessum toga krefst vottun framleiðanda og starfsleyfi frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun sem að Securitas vinnur samkvæmt.

Slökkvikerfi fyrir stóreldhús atvinnueldhús
Slökkvikerfi fyrir virkjanir

Lausnir fyrir stóriðnað

Slökkvikerfi fyrir virkjanir

Gasslökkvi og froðuslökkvikerfi henta vel í iðnað sérstaklega samfélagslega mikilvægan iðnað eins og virkjanir og veitur.

Froðuslökkvikerfi eru notuð í spennarými og þar sem hætta er á sprengingum eða miklum olíueldum. Gasslökkvikerfi eru gjarna notuð í stjórnkerfarýmum og tæknirýmum.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í slökkvikerfum

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri