Stjórnstöð
FULLKOMIN STJÓRNSTÖÐ HLUTI AF GRÍÐARLEGA STERKU VIÐBRAGÐSAFLI
Securitas leggur gríðarlegan metnað í stjórnstöð félagsins. Við leitum stöðugt leiða til að gera mjög öflugt viðbragðsafl betra með háþróuðum tæknibúnaði sem þrautþjálfaðir öryggisverðir greina stöðugt boð og bregðast við af nákvæmni og öryggi.
Stjórnstöð virkjar þéttriðið net öryggisvarða í samræmi við eðli boða á hverjum tíma allt til að hámarka viðbragðstíma og auka öryggi viðskiptavina Securitas og eigna þeirra.
Stærsta stjórnstöð landsins
Stjórnstöð Securitas er stærsta öryggisstjórnstöð landsins. Þar starfa að jafnaði um tuttugu manns sem sinna boðum og eftirliti með á þriðja tug þúsunda viðvörunarkerfa einstaklinga, heimila, fyrirtækja og stofnana, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Stjórnstöð Securitas er með aðra varastjórnstöð til að tryggja uppitíma og samband við allar mögulegar aðstæður.
Alltaf í viðbragðsstöðu
Þegar að stjórnstöð móttekur boð sem getur bæði verði sjálfvirk boð frá öryggiskerfum eða símtöl frá viðskiptavinum og/eða starfsfólki eru þau greind og brugðist hratt við. 18 öryggisbílar eru á vakt um landið hverju sinni sem mynda þétt öryggisnet. Frábær yfirsýn yfir færanlegt viðbragðsaflið sem er staðsett eftir aðstæðum og álagi hverju sinni.
Starfsfólk stjórnstöðvar hefur hlotið víðtæka þjálfun m.a. vegna þjónustu, tæknibúnaðar, skyndihjálpar, viðbragða við eldi og í fyrirbyggjandi vörnum og eftirliti. Þjálfun hefur m.a. verið fengin hjá slökkviliði, björgunarsveitum, lögreglu og Neyðarlínunni 112.
Vel mönnuð stjórnstöð
Starfsfólk stjórnstöðvar hefur hlotið víðtæka þjálfun m.a. vegna þjónustu, tæknibúnaðar, skyndihjálpar, viðbragða við eldi og í fyrirbyggjandi vörnum og eftirliti. Þjálfun hefur m.a. verið fengin hjá slökkviliði, björgunarsveitum, lögreglu og Neyðarlínunni 112.