Öryggisúttektir

 

Er þörf á að uppfylla opinber skilyrði um öryggisúttektir eða viltu samt sem áður ganga úr skugga um að öryggi í þínu fyrirtæki sé eins og best verður á kosið?

Ný eða gömul húsnæði

Öryggisúttektir eru mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja.

Hvort sem fyrirtæki eru að flytja í nýtt eða eru í eldra húsnæði er mikilvægt að framkvæma öryggisúttektir.

Í sumum tilfellum er það skilyrðislaus skylda að framkvæma öryggisúttektir líkt og þegar ný mannvirki eru tekin í notkun.

En mörg fyrirtæki kjósa að framkvæma öryggisúttektir með reglulegum hætti til að auka öryggi starfsmanna, viðskiptavina og minnka hættu á áföllum í daglegum rekstri.

ÁÐUR EN MANNVIRKI ERU TEKIN Í NOTKUN

Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur og öryggisúttekt hafi farið fram.

Samkvæmt byggingarreglugerð skal gerð úttekt á öryggi og hollustuháttum mannvirkja áður en þau eru tekin í notkun. Þegar mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess og hollustuháttum.  

Hvernig fer öryggisúttekt fram

Sérþjálfaðir ráðgjafar hjá Securitas annast öryggisúttektir

Öryggisúttektir fara þannig fram að sérþjálfaðir ráðgjafar Securitas fara yfir hvaða lög og reglur eiga við um starfsemi hvers viðskiptavinar.

Úttektin er hönnuð í takt við þau atriði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og þau markmið sem fyrirtæki setja sér í öryggismálum.

Umsjón með öryggismálum Öryggisstjóri til leigu

Næsta skref er að framkvæma hina eiginlegu öryggisúttekt.

Ef allt er eins og það á að vera þá fæst staðfesting á því en að öðrum kosti er viðskiptavini afhentur listi yfir þau atriði sem eru ekki í lagi og nákvæmar staðsetningar á þeim. Í framhaldi geta ráðgjafar unnið framkvæmdaáætlun sem tekur til þeirra þátta sem þarf að laga.

Eftir að framkvæmdaáætlun hefur verið kláruð er framkvæmd öryggisúttekt á þeim atriðum sem við á og gefin út skýrsla eða vottorð um öryggi hjá viðkomandi viðskiptavini.