Öryggisstjóri að láni
Öryggisstjóri að láni er sveigjanleg þjónusta þar sem sérhæfður starfsmaður Securitas kemur að skipulagningu og framkvæmd öryggismála fyrirtækis í lengri eða skemmri tíma.
Fagleg yfirumsjón öryggismála
Í höndum reyndra sérfræðinga í öryggismálum.
Í upphafi er unnin öryggisúttekt hjá fyrirtækinu til að fá yfirsýn yfir stöðu öryggismála. Öryggisstjóri að láni getur gegnt margvíslegum hlutverkum í öryggismálum fyrirtækisins, allt eftir þörfum og umfangi þeirra verkefna sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Öll aðkoma hans byggir á faglegri sérþekkingu á öryggismálum.
Verksvið
Öryggisstjóri að láni sér um eftirfarandi:
- Stefnumótun og eftirfylgni
- Skipulagningu öryggisstefnu fyrirtækisins
- Að útbúa verkferla og fylgja þeim eftir
- Þjálfun starfsfólks í öryggi og gæslu
- Upplýsingar til viðbragðsaðila
- Að hafa frumkvæði að lagfæringu öryggisþátta
Skipulagning og eftirlit öryggisferla
Öryggisstjóri stjórnar uppsetningu öryggisferla í samvinnu við öryggisteymi og ábyrgðaraðila fyrirtækisins. Í kjölfarið sinnir hann reglubundnu eftirliti með ferlunum og gerir úttektir á framkvæmd þeirra.
Ábyrgð öryggisstjóra
Öryggisstjóri sér til þess að öryggismál fyrirtækisins standist allar þær kröfur sem gerðar eru til þess. Hann leitar stöðugt leiða til úrbóta og tryggir að allir hagsmunaaðilar séu upplýstir ef til þess kemur að leita þurfi aðstoðar viðbragðsaðila, lögreglu eða slökkviliðs
Þjálfun starfsfólks
Öryggisstjóri að láni sér um að þjálfun starfsfólks fari fram á sérstökum námskeiðum sem sniðin eru að aðstæðum og þörfum fyrirtækisins hverju sinni eða að tekið er þátt í almennum námskeiðum á vegum Securitas.
Umsjón með öryggiskerfi
Hluti af verkefnum öryggisstjóra er að tryggja að öryggiskerfi fyrirtækisins sé rétt upp sett og þjóni tilgangi sínum og markmiðum fyrirtækisins hvað varðar vöktun og eftirlit ábyrgðaraðila og stjórnstöðvar Securitas.
Samningur um öryggisstjóra að láni
Þegar fyrirtæki fær öryggisstjóra að láni er gerður þjónustusamningur um tiltekið vinnuframlag, hvort heldur það felst í ákveðnum tímafjölda eða tilteknum verkefnum. Hafðu samband við ráðgjafa Securitas og kynntu þér kosti þess að fá öryggisstjóra að láni.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.