Veitingastaðir
Öryggislausnir fyrir veitingastaði og kaffihús
Aðilar í veitingarekstri standa gjarnan frammi fyrir fjölþættum áskorunum þegar kemur að öryggismálum.
Miklar kröfur eru gerðar af opinberum aðilum en einnig þarf að huga að auknu öryggi starfsmanna og gesta auk þeirra verðmæta sem felast í búnaði og aðföngum á hverjum stað.
Öryggisráðgjafar Securitas búa að áralangri og viðamikilli reynslu öryggismála þegar kemur að veitingarekstri.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu
Allar kröfur opinberra aðila uppfylltar
Öryggiskröfur opinberra aðila gagnvart veitingarekstri eru strangar og viðamiklar. Það er því dýrmætt að geta leitað til aðila sem þekkir allar þær kröfur og reglur sem gerðar eru og getur séð til þess að öllu sé framfylgt.
Securitas hefur áralanga reynslu við alhliða öryggismál fyrir veitingarekstur.
Öruggar og þægilegar aðgangsstýringar
Stjórnendur geta verið með fullkomna yfirsýn yfir stöðuna í fyrirtækinu hvar sem þeir eru staddir. Allir starfsmenn fá örugg auðkenni sem veita þeim viðeigandi aðgang að fyrirtækinu.
Þannig geta stjórnendur opnað og/eða lokað aðgengi með auðveldum hætti í gegnum app í símanum. Þessi lausn hefur verið mjög vinsæl meðal fyrirtækja í veitingarekstri og á þeim stöðum þar sem starfsfólk getur komið inn á vaktir eða farið á milli staða með mjög skömmum fyrirvara.
Aðgangsstýringar er hægt að nýta með margvíslegum hætti t.d að fylgjast með hvort opnað eða lokað er á réttum tíma.
Ef það verða frávik er hægt að fá sendar sjálfvirkar tilkynningar í APPIÐ og/eða með tölvupósti.
Myndeftirlit
Myndeftirlit á veitingastöðum frá Securitas hefur margsannað gildi sitt bæði sem öryggi fyrir gesti og einnig ákveðið eftirlit með starfsfólki og utanaðkomandi aðilum.
Með réttri uppsetningu er auðvelt að rekja óvænt atvik sem kalla á nánari skoðun.
Rétta hitastigið á öllum stöðum
Aðilar í veitingarekstri liggja gjarnan með mikil verðmæti í aðföngum og hráefnum sem geyma þarf við mjög ákveðin skilyrði til að tryggja eiginleika þeirra og verðmæti.
Hitaskynjarar og hitamyndavélar tengdar öryggiskerfi fyrirtækisins hafa bjargjað gífurlegum verðmætum á mörgum stöðum. Með hitaskynjara og hitamyndvélar sem hluta af öryggiskerfinu er hægt að nema frávik á hitastigi mjög fljótt og koma af stað réttum viðbrögðum.
Með hitamyndavélum er hægt að fylgjast með hitnun eða kólnun á búnaði og senda boð með sjálfvirkum hætti ef það verða frávik.
Eftirlitsferðir
Þjálfaður öryggisvörður Securitas kemur reglulega í fyrirtæki á tilteknum tímum, t.d. eftir lokun og er síðasti aðilinn út í lok dags.
Gengið er úr skugga um að fyrirtækið sé öruggt og farið yfir frágang með tilliti til innbrotahættu, brunahættu, óeðlilegra mannaferða, skemmdarverka, vatnsleka eða annarra þátta sem gætu hafa farið úrskeiðis á annasömum vinnustað.
Stjórnendur fá skýrslu um ástand mála og geta í kjölfarið gripið til ráðstafana ef endurtekin atvik koma upp varðandi einstaka öryggisþætti.
Brunaviðvörunarkerfi
Securitas býður vönduð og öflug brunaviðvörunarkerfi fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki. Í stærri verslunarmiðstöðum er gjarnan eitt brunaviðvörunarkerfi fyrir allt húsið en á öðrum stöðum þurfa fyrirtæki að sjá um sínar brunavarnir sjálf. Securitas er með lausnir á brunavörnum fyrir allar stærðir fyrirtækja og fjölbreyttar aðstæður.
Slökkvikerfi fyrir atvinnueldhús
Atvinnueldhús er einn af þeim stöðum þar sem eldhætta er mikil.
Securitas hefur sett upp fjölda slökkvikerfa í atvinnueldhúsum um allt land. Háfaslökkvikerfi sem hafa komið í veg fyrir stórtjón með eldsnöggum viðbrögðum við brunaboðum.
Leitaðu til sérfræðinga Securitas í slökkvikerfum og fáðu lausn sem hentar þínu fyrirtæki.
Öryggi á lagerum
Vörurýrnun og almennt öryggi á lagerum er mjög mikilvægur þáttur í öryggismálum margra fyrirtækja. Á óvörðum lagerum er talsverð hætta á vörurýrnun. Með öruggum aðgangsstýringum og myndeftirliti er hægt að tryggja aukið öryggi á lagerum og vörugeymslum.
Á þeim stöðum þar sem starfsfólk þarf t.a.m. að fara inn í kæli- og eða frystiklefa er nauðsynlegt að vera með öryggisbúnað sem gerir fólki kleift að gera vart við sig ef ekki er hægt að opna hurðir innan frá.
Snertilaus hurðaopnun
Securitas býður öruggar og smekklegar snertilausar lausnir fyrir hurðaopnun.
Kjörinn kostur til að opna dyr og innganga með sjálfvirkri stýringu án snertingar eða handafls.
Snertilaus hurðaopnun hentar sérstaklega vel þar sem mikilvægt er að minnka smit- og sýklahættu, t.a.m, í eldhúsum, mötuneytum og öðrum stöðum þar sem matur er borinn fram.
Einnig færist í vöxta að skoða snertilausar lausnir fyrir salerni til að auka frekar hreinlæti.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir veitingastaði
Hafþór Theódórsson
Öryggisráðgjafi
Gestur Guðjónsson
Viðskiptastjóri
Heiða Björk Júlíusdóttir
Viðskiptastjóri
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.