Sveitarfélög
Öryggislausnir fyrir sveitarfélög
Öryggismál sveitarfélaga er viðamikið viðfangsefni. Allt frá því að auka öryggi bæjarfélagsins í heild með myndeftirliti yfir í að auka öryggi ákveðinna starfseininga eða hluta. Sérfræðingar Securitas hafa unnið þétt með sveitarfélögum um allt land að byggja upp heildstæðar öryggislausnir sem tryggja öryggi íbúa og eigna sveitarfélagsins.
Heildstæðar lausnir
Sérfræðingar Securitas hafa um árabil unnið með sveitarfélögum að auknu öryggi. Við einbeitum okkur að því að gera öryggismálin eins einföld og áhrifarík og mögulegt er á sama tíma og við lækkum rekstrarkostnað fyrir hverja einingu.
Innkomuvöktun
Eitt af áhrifaríkustu verkefnum Securitas með sveitarfélögum er myndeftirlit með umferð inn og út úr sveitarfélaginu.
Þessar lausnir hafa reynst afar mikilvægar til að varpa ljósi á atburðarrásir og rakningu ferða einstaklinga og ökutækja þegar alvarleg atvik hafa átt sér stað.
Aðgangur að myndefni og greining á því er unnin í fullu samræmi við persónuverndarlög og oftar en ekki í höndum löggæsluaðila.
Öryggi einstakra bygginga og svæða
Starfsemi og rekstur sveitarfélaga nær gjarnan yfir fjölda húsnæða sem öllum fylgja ólíkar þarfir og kröfur þegar kemur að öryggismálum.
Sérfræðingar Securitas vinna sjálfstæðar lausnir út frá þörfum og kröfum á hverjum stað en á sama tíma falla þessar lausnir undir eina heild sem þægilegt er að reka og hafa yfirsýn yfir.
Listi þessara bygginga er fjölbreyttur og má þar nefna, skrifstofur sveitarfélagsins, skóla, sundlaugar, íþróttahús, áhaldahús, bókasöfn, hjúkrunarheimili auk útisvæða þar sem það á við.
Fjarmyndaeftirlit
Myndvélaeftirlit hjá sveitarfélögum er gjarnan mjög fjölbreytt. Allt frá því að vakt ytri mörk sveitarfélagsins og almenn svæði yfir í að vakta ákveðnar byggingar eða svæði.
Þarfir á hverjum stað eru ólíkar og þar kemur reynsla sérfræðinga Securitas að góðum notum við að velja búnað sem tryggir það að öryggismarkmiðum er náð.
Rakning á búnaði
Sveitarfélög hafa gjarnan mikið af verðmætum búnaði í sinni umsjá. Þessi búnaður getur verið tæknibúnaður og tæki yfir í vinnuvélar og ökutæki.
Hver sem hluturinn er þá er Securitas með lausnir til að auka öryggi viðkomandi búnaðar og sporna gegn þjófnaði.
Einnig er hægt að nýta ákveðin kerfi til að rekja staðsetningu ákveðinna hluta og þar með auka öryggi þeirra en ekki síður að auka skilvirkni þar sem ekki þarf að leita að hlutum.
Auðkenni
Securitas býður sveitarfélögum hentugar og fjölhæfar lausnir til að auðkenna starfsfólk bæði með sjónrænum og rafrænum hætti.
Prentuð aðgangsstýringakort með mynd og starfsheiti hvers starfsmanns sem veita aðgang að þeim stöðum og svæðum sem viðkomandi á að hafa aðgang að er mjög vinsæl leið.
Á stöðum þar sem gerðar eru kröfur um aukið öryggi er gjarnan bætt við auðkenningu með öðrum leiðum s.s. andlitsgreiningu, fingrafari o.s.frv.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir sveitarfélög
Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri
Heiða Björk Júlíusdóttir
Viðskiptastjóri
Gestur Guðjónsson
Viðskiptastjóri
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.