Samgöngur

Öryggislausnir fyrir samgöngufyrirtæki

Securitas hefur um árabil unnið með fyrirtækjum í flugrekstri og öðrum samgöngum að öryggismálum þeirra. Öryggiskröfur á þessu sviði og þá sérstaklega þegar kemur að millilandaflugi og farþegasiglingum eru mjög strangar og umfangsmiklar.

Öryggisráðgjafar Securitas búa yfir sérþekkingu og viðamikilli reynslu af öryggismálum í samgöngum.

Aðgangsstýringar

Aðgangsstýringar í flughöfnum og öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi farþega og starfsfólk ólíkra fyrirtækja fara í gegn á stuttum tíma kalla á öflug og vönduð öryggiskerfi, hönnuðum og settum upp af reynslumiklu fagfólki.

Áratuga reynsla sérfræðinga Securitas kemur að góðum notum við greiningu á aðstæðum og vinna að öryggislausnum. Aðgangsstýringar gegna veigamiklu hlutverki og Securitas býður aðgangsstýringar sem tryggja mjög hátt öryggisstig en á sama tíma vinna ekki gegn afköstum og lágmarka tafir gagnvart starfsfólki og farþegum.

Sérfræðingar Securitas vinna þarfagreiningu og hanna öryggis- og aðgangsstýringakerfi sem uppfyllir allar opinberar og alþjóðlegar kröfur gagnvart samgöngum. 

Brunavarnir

Securitas býður vönduð og fjölbreytt brunavarnarkerfi sem uppfylla fjölþættar þarfir samgöngufyrirtækja. Með auknu úrvali er ávallt hægt að velja hentuga og hagkvæma lausn fyrir ólíkar einingar sem tilheyra samgöngustarfsemi.

Sérfræðingar Securitas í brunavörnum tryggja að brunavarnir séu eins og best verður á kosið miðað við óskir viðskiptavina og kröfur opinberra aðila.

Brunavarnir fasteignafelaga
Slökkvikerfi Brunavarnarkerfi

Starfsemi samgöngufyrirtækja fer gjarnan fram á mörgum stöðum og í ólíku húsnæði. Kröfur eru fjölþættar og eldhætta misjöfn milli svæða.

Securitas býður fjölbreytt slökkvikerfi með mismunandi eiginleikum sem horfa þarf til út frá því rými sem á að verja og hvaða slökkvimiðil nauðsynlegt er að nota.

Hafðu samband við sérfræðinga Securitas í slökkvikerfum.

Myndavélakerfi

Myndavélakerfi gegna gjarnan viðamiklu og flóknu hlutverki þegar kemur að samgöngum og þá sérstaklega millilandaflugi.

Gæði á myndefni skiptir verulegu máli bæði þegar kemur að því að greina atriði í rauntíma og einnig þegar farið er í gegnum öryggisupptökur við leit og rakningu ákveðinna atburða.

Reyndir ráðgjafar Securitas vinna náið með viðskiptavinum að ítarlegum þarfagreiningum og hanna myndavélakerfi sem uppfylla þarfir viðskiptavina í dag og styðja við áframhaldandi þróun og vöxt í þeirra starfsemi.

Með því að fara í gegnum nokkra af helstu eiginleikum myndavélakerfa er gott að átta sig á því hvers þau eru megnug og hvernig þau geta nýst í þínu fyrirtæki.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar í myndavélakerfum.

Öryggismyndvélar dome Myndavélakerfi frá Securitas Hreyfanlegar öryggismyndavélar frá Seduritas

Myndgreining

Myndgreiningu er unnt að nýta með mjög fjölbreyttum hætti. Þegar kemur að samgöngufyrirtækjum er hægt að nýta myndgreiningu til að fylgjast með svæðum og greina frávik í hegðun eða hlutum sem öryggismyndavélar greina. Þannig er hægt að sjá t.d. ef hlutur er skilinn eftir og/eða ef hlutur er fjarlægður.

Hefðbundin hreyfiskynjun eftirlitsmyndavélakerfa greinir hreyfingu í mynd en gerir ekki greinarmun á því hvað veldur hreyfingunni. Myndgreining getur greint hluti í mynd og þannig gefið sjálfvirkt boð um óæskilega hluti eða hegðun.

Myndgreiningin er hönnuð til að greina margskonar aðstæður við eftirlit, t.d. greina fólk, bíla, og aðra hluti í mynd og breytingar á þeim. Með stillingum í hugbúnaði er hægt að skilgreina hegðun og bregðast við breytingum á henni.

Kerfið vinnur bæði með inni- og útimyndavélum sem og hitamyndavélum. Kerfið getur m.a greint eftirfarandi atriði í mynd:

  • Bíla
  • Fólk – Hópur af fólki
  • Hlutir skildir eftir eða teknir
  • Hraða- og stefnugreining
  • Stoppgreining
  • Hangsgreining
  • Talning
  • Fleiri enn einn inn/út í einu
  • Fiktvörn
  • O.fl.
Myndgreining fyrir samgöngufyrirtæki

Andlitsgreining

Myndgreining hitamyndavélar

Greining út frá hita

Myndgreining stakir hlutir flugvollur raud taska

Hlutir í mynd

Myndgreining getur verið hluti af auðkenningu og einnig nýtt til að leita eftir ákveðnum aðilum. Unnt er að skanna lifandi og eldra myndefni til að leita eftir t.d. andlitum, aðilum í ákveðinni hæð, líkamsbyggingu, fatnaði o.s.frv.

Þannig er unnt að leita eftir ákveðinni manneskju í bæði lifandi myndefni og eldri upptökum. Með hitamyndavélum og myndgreiningarhugbúnaði má greina líkamshita einstaklinga auk hitastigs á búnaði og mótorum. Þannig er hægt að grípa inn í ef t.d. óeðlileg hitamyndun á sér stað. 

Með myndgreiningu getur verið auðveldara að greina hvort allt sé eins og það á að vera. Með því að greina ýmist hvort hlutir séu í mynd, þeir fjarlægðir úr mynd eða óvæntir hlutir koma inn í mynd og eru skildir eftir.

Umferð tækja um athafnasvæði er gjarnan eitt af þeim öryggisatriðum sem þarf að huga að. Aðgangsstýring inn og út af svæðum með sjálfvirkum lestri auðkenna ökutækja s.s. bílnúmer eykur öryggi og skilvirkni. Rekjanleiki þeirra leiða og ferla sem tækin fara um á athafnasvæðis hafa reynst mjög dýrmætar upplýsingar bæði þegar kemur að því að upplýsa ákveðin atvik og einnig til að ná fram hagræðingu. Með greiningusem þessari má tryggja aukið öryggi og meiri hagkvæmni. 

Auðkenni og vinnustaðaskilríki

Securitas býður fjölmargar leiðir til að auðkenna starfsfólk bæði með sjónrænum og rafrænum hætti. Hefðbundin starfsmannaskírteini sem jafnframt virka sem rafræn auðkenni gagnvart aðgangsstýringakerfum eru mjög vinsæl. 

Það færist einnig í vöxt að prenta vinnustaðaskilríki á aðra hlið og hefðbundið starfsmannaskírteini á hina hliðina auk þess að nota sama kort til rafrænnar auðkenningar.

Vinnustadur-ny-utgafa-skirteini-600x600-2 Vinnustadaskilriki-ny-utgafa-skirteini-600x600-2

Stærri samgöngufyrirtæki hafa gjarnan sérstaka öryggisstjóra innan sinna raða og jafnvel öryggisráð. Í ákveðnum tilfellum getur hentað betur að nýta sérþekkingu og þjálfun öryggissérfræðinga Securitas í stað þess að þjálfa upp sína eigin sérfræðinga. 

Mörg fyrirtæki velja að fá öryggisstjóra að láni frá Securitas bæði til þess að sjá alfarið um ákveðin öryggismál og/eða sitja í öryggisráðum/nefndum innan fyrirtækisins.  

Kynntu þér öryggisstjóra að láni

Öryggisstjóri að láni upplýsingafundir
Námskeið fyrirlestur frá Securitas

Öryggisnámskeið og þjálfun starfsfólks

Til að auka öryggi starfsfólks og viðskiptavina samgöngufyrirtækja er mikilvægt að huga að fræðslu um forvarnir og þjálfa viðbrögð við aðkallandi aðstæður. Securitas býður gott úrval námskeiða þar sem farið er í helstu þætti öryggismála á vinnustaðnum. Námskeið eru skipulögð með hliðsjón af áherslum og óskum viðskiptavina hverju sinni.

Dæmi um námskeið:

  • Skyndihjálp
  • Brunavarnir og meðferð handslökkvibúnaðar
  • Ógnandi hegðun
  • Rýrnun
  • Rýmingaræfing

Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir samgöngufyrirtæki

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Hafþór Theódórsson hjá Securitas Hafþór Theódórsson hjá Securitas lit

Hafþór Theódórsson

Öryggisráðgjafi

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.