Landbúnaður
Öryggi Í SVEITINNI
Nútíma sveitabýli eru mörg hver búin dýrum tækjum sem vert er að verja. Með öryggiskerfi frá Securitas er hægt að stýra aðgengi að öllum húsum á býlinu, fylgjast með ástandinu með öryggismyndavélum á völdum stöðum í gegnum app í símanum hvort sem bændurnir eru á staðnum eða ekki.
Einn af fjölmörgum möguleikum sem hægt er að nýta er að stjórna aðgengi að húsum t.d. til þess að hleypa bílstjórum á fóðurbílum eða mjólkurbílum inn í viðkomandi hús sem þeir þurfa að komast án þess að þurfa að vera á staðnum.
Stjórnaðu aðgengi að býlinu
Því miður hefur það sýnt sig að nauðsynlegt er að auka öryggi á sveitabýlum og bæjum þar sem óvandaðir aðilar hafa komist að því að víða eru bæir ólæstir og hafa fært sér það í nyt með tilheyrandi óþægindum og tjóni fyrir eigendur.
Securitas býður heildarlausnir í öryggismálum fyrir sveitabýli sem m.a. innifela öflug aðgangsstýringakerfi, varnir gegn innbrotum auk vöktunar og aukins öryggis fyrir búfénaðinn.
Hægt að er stýra aðgengi að öllum húsum á bænum án þess að fólkið á bænum verði fyrir miklum óþægindum við að komast um hurðir. Þvert á móti er hægt að auðvelda margt og koma jafnvel upp snertilausum hurðaopnunum sem auka þægindi, öryggi og hreinlæti.
Myndavélakerfi
Það getur falist mikið hagræði og aukið öryggi að vera með öryggismyndavélar á völdum stöðum. Í því geta einnig falist mikil þægindi ef bregða þarf af bæ. Í gegnum eitt app í snjallsímanum er hægt að fylgjast með myndefni úr fjósinu, fjárhúsinu, hesthúsinu eða hvaða stað sem bændur vilja geta fylgst með.
Njóttu þess að geta brugðið þér frá án þess að hafa óþarfa áhyggjur.
Brunavarnir
Með því að koma reykskynjurum fyrir í öllum húsum þar sem fólk, gripir eða verðmæti eru getur það skipt sköpum að vera með reykskynjara sem tengdir eru miðlægu kerfi sem getur komið boðum á rétta aðila ef skynjarar senda frá sér boð.
Með slökkvitæki og brunaslöngur á réttum stöðum er hægt að auka öryggið enn frekar því fyrstu viðbrögð geta skipt sköpum við það að koma í veg fyrir tjón.
Sérfræðingar Securitas eru fólki og fyrirtækjum í landbúnaði innan handar með ráðgjöf við val og uppsetningu á öryggisbúnaði.
Slökkvikerfi
Býli eru misjöfn og misjafnt t.d. hvernig hey er verkað en all oft má rekja eldsvoða á sveitabýlum til heyvinnslu og geymslu á því.
Vatnsúðarakerfi á þeim stöðum þar sem áhættan er mest er góður valkostur til þess að bæta öryggi og minnka líkur á tjóni.
Reyksogskerfi
Við erfiðar aðstæður og í stórum rýmum og skemmum geta reyksogskerfi verið eitt af áreiðanlegustu og áhrifaríkustu brunaviðvörunarkerfum gegn eldsvoða.
Reyksogskerfi samanstendur af einu eða tveimur rörum sem með loftflæði skynja loftið sem sogað er inn í skynjunarhólf og greinir þar á milli reyks, ryks og annars konar lofttegunda.
Hentar mjög vel í stórum húsum þar sem erfitt er að koma fyrir öðrum brunavarnarbúnaði s.s. í gripahús, hlöður og stórar skemmur.
Hitamyndavélar
Með hitamyndavélum er unnt að fylgjast með álagi á tækjum og greina hvort vélar séu að ofhitna. Með réttum búnaði er hægt að setja upp skilyrði og röð aðgerða sem kerfi framkvæma. Dæmi um það er að slökkva á ákveðnum búnaði ef hitamyndavélar skynja hita upp fyrir ákveðin mörk. Boðin geta líka verið send á sama tíma á valda aðila og einnig fyrr í ferlinu þegar fyrstu merki um ofhitnun koma fram.
Hitamyndavélar geta einnig komið að góðum notum varðandi hey og heyvinnslu til að greina hitamyndun og bregðast við áður en hætta skapast.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir landbúnað
Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri
Heiða Björk Júlíusdóttir
Viðskiptastjóri
Gestur Guðjónsson
Viðskiptastjóri
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.