Iðnaður og framleiðsla

Öryggislausnir fyrir iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki

Viðfangsefni fyrirtækja í byggingariðnaði eru mjög fjölbreytt. Securitas býður fjölbreyttar og sveigjanlegar lausnir til að verja byggingarsvæði og framkvæmdir á vegum verktaka.  Með öruggum aðferðum og viðurkenndum búnaði er hægt að stjórna aðgengi bæði starfsmanna og ökutækja að svæðum. Svæðin geta einnig verið vöktuð allan sólarhring með mannaðri gæslu eða fjarmyndaeftirliti.

Aðgangsstýringarkerfi frá Securitas sem hluti af öflugu öryggiskerfi Aðgangsstýringarkerfi frá Securitas

Aðgangsstjórnun

Í iðnaðar- og framleiðslufyrirtækjum eru gjarnan mörg ólík öryggissvæði. Eðli þessara svæða er fjölbreytt og ólík öryggissjónarmið á milli þeirra. Öryggissérfræðingar Securitas eru þaulreyndir í að vinna með viðkvæm framleiðslusvæði þar sem hreinlæti og viðkvæmar framleiðslupplýsingar getur verið að finna.

Viðkvæmustu svæðin kalla gjarnan á margþátta auðkenningu. Hátt öryggisstig og mikill sveigjanleiki eru algengar óskir þar sem stjórnendur geta stjórnað aðgengi starfsmanna í gegnum snjallsíma með öruggum hætti og brugðist við frávikum um leið og þau koma upp í gegnum tilkynningar.

Myndavélakerfi

Öryggisgæsla hjá fyrirtækjum verður sífellt viðameiri og mikilvægari. Þróun á myndavélakerfum er hröð og auknar kröfur eru stöðugt gerðar til þeirra verkefna sem þær eiga að leysa. 

Hjá Securitas starfa reynslumiklir ráðgjafar sem elska að takast á við áskoranir og byggja upp öflugar heildarlausnir með þínu fyrirtæki.

Myndavélakerfi frá Securitas Öryggismyndvélar dome Myndavélakerfi frá Securitas
Iðnaðarsvæði vöktun og stjórnun umferðar ökutækja Iðnaðarfyrirtæki umferð um athafnasvæði.

Umferð um athafnasvæði

Hjá mörgum framleiðslufyrirtækjum er talsverð umferð vöruflutningabíla, lyftara og annarra tækja og mikilvægt að stýra aðgengi að svæðinu með markvissum og öruggum hætti.

Securitas býður öruggar lausnir til auðkenningar ökutækja m.a. með myndgreiningarbúnaði sem greinir bílnúmer og getur skráð hvenær tæki kemur inn og hvenær það fer út af svæðinu. Í ákveðnum tilfellum getur einnig verið nauðsynlegt auðkenna ökumenn. 

Stærð og hlutverk ökutækja, vinnuvéla og annarra tækja skipta ekki máli því Securitas er með lausnir sem henta þörfum á hverjum stað.

Eftirlitsferðir

Því það gleymist stundum að ganga frá.

Þjálfaður öryggisvörður Securitas kemur í fyrirtæki á tilteknum tímum, t.d. eftir lokun og er síðasti aðilinn út í lok dags.

Gengið er úr skugga um að fyrirtækið sé öruggt og farið yfir frágang með tilliti til innbrotahættu, brunahættu, óeðlilegra mannaferða, skemmdarverka, vatnsleka eða annarra þátta sem gætu hafa farið úrskeiðis á annasömum vinnustað líkt og framleiðslufyrirtæki eru gjarnan.

Stjórnendur fá skýrslu um ástand mála og geta í kjölfarið gripið til ráðstafana ef endurtekin atvik koma upp varðandi einstaka öryggisþætti.

Eftirlitsferðir iðnaður Eftirlitsferðir Securitas
Rakning á búnaði og starfsfólki í framleiðslufyrirtæki Rakning á búnaði og starfsfólki í framleiðslufyrirtæki

Rakning á starfsfólki og búnaði

Framleiðslufyrirtæki starfa gjarnan á mjög stórum svæðum. Það getur verið tímafrekt og snúið að staðsetja bæði starfsfólk og tæki á svæðinu.

Með auðveldum hætti er hægt að setja upp kerfi sem gerir rakningu á starfsfólki, tækjum og búnaði mun fljótlegri og auðveldari. Sá búnaður og þau tæki sem eru sett undir þessa lausn fá sérstakar merkiflögur með litlum sendum. Skynjarar á svæðum nema nærveru þessara senda og þannig er hægt að birta staðsetningar á skjá með auðveldum hætti.

Gagnvart starfsfólki er hægt að stúka fyrirtæki niður í ákveðin svæði og setja aðgangsstýringar að þeim. Þannig er hægt að sjá á hvaða svæði hver starfsmaður er á hverjum tíma að uppfylltum öllum skilyrðum um persónuvernd.

Auðkenni og vinnustaðaskírteini

Securitas býður fjölmargar leiðir til að auðkenna starfsfólk bæði með sjónrænum og rafrænum hætti. Hefðbundin starfsmannaskírteini sem jafnframt virka sem rafræn auðkenni gagnvart aðgangsstýringakerfum eru mjög vinsæl. 

Það færist einnig í vöxt að prenta vinnustaðaskilríki á aðra hlið og hefðbundið starfsmannaskírteini á hina hliðina auk þess að nota sama kort til rafrænnar auðkenningar.

Vinnustadur-ny-utgafa-skirteini-600x600-2 Vinnustadaskilriki-ny-utgafa-skirteini-600x600-2

Þinn eiginn eldvarnarfulltrúi

Örugg umsjón brunavarna í þínu fyrirtæki.

Öryggisstjóri til leigu fundur Öryggisstjóri að láni upplýsingafundir

Öryggisstjóri að láni

Öryggiskröfur til framleiðslufyrirtækja geta verið talsverðar og flókinn tækjabúnaður kallar gjarnan á umfangsmeiri öryggisráðstafanir. 

Með öryggisstjóra að láni frá Securitas geta forsvarsmenn framleiðslufyrirtækja verið vissir um að öryggismálin séu í höndum reyndra fagmanna sem gæta þess að allar opinberar kröfur auk krafna forsvarsmanna séu uppfylltar, auk þess sem komið er með ábendingar um atriði þar sem hægt er að ganga lengra til að auka enn frekar öryggi starfsfólks og annarra verðmæta í fyrirtækinu.

Námskeið

Vel þjálfað starfsfólk framleiðslufyrirtækja í brunavörnum og skyndihjálp getur reynst ómetanlegt þegar upp koma óvænt atvik.

Securitas býður fjölda tilbúinna námskeiða en getur einnig sett upp sérhæfð öryggisnámskeið sniðin að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig.

Námskeið fyrirlestur frá Securitas Námskeið fyrirlestur frá Securitas

Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir iðnaðar og framleiðslufyrirtæki

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas

Heiða Björk Júlíusdóttir

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.