Fjármálafyrirtæki

Öryggislausnir fyrir fjármálafyrirtæki

Securitas hefur um langt árabil þjónustað fjármálafyrirtæki á Íslandi. Þarfirnar eru fjölþættar og stærð fyrirtækja mismunandi. En Securitas býður vandaðar og sveigjanlegar lausnir sem geta vaxið með fyrirtækjum. Hér á þessari síðu förum við í gegnum helstu kerfi og þá þjónustu sem Securitas býður í öryggislausnum fyrir fjármálafyrirtæki.

Aðgangsstýringarkerfi frá Securitas sem hluti af öflugu öryggiskerfi Aðgangsstýringarkerfi frá Securitas sem hluti af öflugu öryggiskerfi

Aðgangsstýringar

Öryggisstig í flestum fjármálafyrirtækjum er mjög hátt. Aðgangsstýringar eru gjarnan sá þáttur sem vega þungt í öryggismálum hjá þessum fyrirtækjum. Hvort sem fjármálafyrirtækið er á einum stað eða fleiri þá býður Securitas vandaðar heildstæðar lausnir þar sem hægt er að nota sama auðkenni á milli ólíkra starfstöðva allt í samræmi við þær heimildir sem viðkomandi starfsmaður á að hafa.

Fyrirtækinu er skipt upp í mismunandi öryggissvæði og þau varin í samræmi við mikilvægi þeirra. Starfsfólk hefur ólíkar öryggisheimildir og ákveðin svæði eru ætluð bæði starfsfólki og viðskiptavinum s.s. í útibúum og afgreiðslusölum höfuðstöðva. 

Sérfræðingar Securitas vinna þarfagreiningu og hanna kerfi fyrir viðskiptavini í samræmi við kröfur sem ná yfir einfaldar aðgangsheimildir á afgreiðslusvæðum upp í margþætta auðkenningu inn á mikilvægustu svæði hvers fjármálafyrirtækis.

Neyðarhnappur

Á þeim stöðum þar sem verðmæti eru handleikin er ákveðin hætta á að aðilar reyni að komast yfir þau verðmæti með óheiðarlegum hætti. 

Með neyðarhnöppum og öðrum lausnum er hægt að auðvelda starfsfólki að gera stjórnstöð og lögreglu viðvart ef upp koma atvik sem kalla á neyðarviðbrögð.

Neyðarhnappur árásarhnappur fyrir fjármálafyrirtæki Neyðarhnappur árásarhnappur fyrir fjármálafyrirtæki

Skjáboði

Hjá fjármálafyrirtækjum geta komið upp atvik sem kalla á aðstoð hjá starfsfólki í framlínu. 

Með Skjáboðanum getur starfsmaður kallað eftir aðstoð í gegnum tölvuna sína svo lítið beri á. Tveir músasmellir og samstarfsfólk veit að óskað hefur verið eftir aðstoð. 

Skjáboðinn frá Securitas lætur ekki einvörðungu aðra samstarfsmenn vita af þeirri ógnandi stöðu sem viðkomandi starfsmaður er í, heldur er Skjáboðinn beintengdur öflugu viðbragðsafli Securitas.

Verðmætaflutningar

Við verðmætaflutninga starfa vel þjálfaðir öryggisverðir með bakgrunn úr öryggisgæslu og annarri neyðarþjónustu. Flestir öryggisverðir sem sinna þessari þjónustu hafa því unnið um árabil hjá fyrirtækinu áður en þeir teljast gjaldgengir í verðmætaflutninga fjármálafyrirtækja.

Áfyllingar á hraðbanka og verðmætaflutningar á milli útibúa og höfuðstöðva er hluti af þeirri vönduðu og öryggu þjónustu sem Securitas veitir fjármálafyrirtækjum.

Verðmætaflutningar Securitas Verðmætaflutningar Securitas sérþjálfaðir öryggisverðir og sérhæfður búnaður
Brunaviðvörunarkerfi brunaviðvörunarbjalla sch

Brunaviðvörunarkerfi

Securitas býður vandaðar gerðir brunaviðvörunarkerfa sem uppfylla kröfur fjármálafyrirtækja og opinberra aðila.

Þaulreyndir og vel menntaðir öryggisráðgjafar Securitas sjá til þess að valin eru kerfi sem uppfylla allar kröfur og reglur sem eru gerðar til húsnæðis sem fjármálafyrirtæki starfa í auk þess að uppfylla allar auknar kröfur fjármálafyrirtækja um aukið öryggi.

Auðkenni

Í fjármálafyrirtækjum eru gjarnan fjölmörg öryggissvæði sem nauðsynlegt er að verja.

Öryggissvæðin eru ólík og með ólíkar öryggiskröfur. Örugg auðkenning starfsmanna, bæði sjónræn og rafræn er nauðsynleg.

Á þeim svæðum þar sem öryggiskröfur eru strangastar er auðkenning gjarnan tvíþætt t.d. með rafrænu aðgangskorti og augnhimnuskanna.

Kynntu þér öruggar leiðir til auðkenningar.

Snertilaus auðkenning með augnskönnun Snertilaus auðkenning augnhimnulestur í lit
Slökkvikerfi gasslökkvikerfi flokkur Slökkvikerfi gasslökkvikerfi flokkur

Slökkvikerfi fyrir tölvurými

Flest fjármálafyrirtæki eru með tölvu- og tæknirými þar sem verðmætum tæknibúnaði er haldið í rekstri. Hluti af þessum búnaði er tölvur og gagnageymslur sem hafa að geyma bæði dýrmæt og viðkvæm gögn.

Securitas býr yfir áralangri þekkingu og reynslu við að tryggja öryggi slíkra rýma og tryggja að þangað komist ekki aðilar sem ekki hafa aðgangsheimildir til að fara inn í þessi rými og einnig að verja tölvu- og tæknibúnað ef upp kemur eldur.

Umsjón öryggismála hjá fjármálafyrirtækjum getur verið viðamikil og fjölþætt. Mörg fyrirtæki velja að fá lánaðan öryggisstjóra um ótiltekinn tíma í stað þess að þurfa að þjálfa og mennta eigin starfsmann með reglulegum hætti.

Það getur því verið mun hagkvæmara og öruggara að velja öryggisstjóra að láni frá Securitas. 

Kynntu þér öryggisstjóra að láni

Öryggisstjóri til leigu fundur Öryggisstjóri að láni upplýsingafundir

Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir fjármálafyrirtæki

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Hafþór Theódórsson hjá Securitas Hafþór Theódórsson hjá Securitas lit

Hafþór Theódórsson

Öryggisráðgjafi

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.