Fasteignafélög

Öryggislausnir fyrir fasteignafélög

Umsýsla margra fasteigna getur verið viðamikið verkefni en með réttum lausnum er hægt að einfalda hlutina mikið. Öryggissérfræðingar Securitas hafa áralanga reynslu af öryggismálum og aðgangsstýringum fasteigna fyrir fasteignafélög. Með heildstæðum lausnum er öll umsýsla gerð einfaldari, hagkvæmari og öruggari.

Öryggi í fyrirrúmi​

Hjá Securitas vinna öryggissérfræðingar náið með fasteignafélögum við að tryggja framúrskarandi öryggi í samræmi við lög og reglur sem eiga við um hverja fasteign.

Viðskiptavinir fasteignafélaga sem nýta þjónustu Securitas starfa því við aukið öryggi. Sérfræðingar Securitas veita faglega ráðgjöf allt frá hönnun og uppsetningu heildarlausna í öryggismálum til reglulegs eftirlits og prófana.  

Með öryggisstjóra til leigu og eða eldvarnafulltrúa geta fasteignafélög og önnur fyrirtæki einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi meðan þau fela reyndum sérfræðingum Securitas umsjón með öryggismálum fyrirtækisins.

Lyklalaust aðgengi

Með aðgangsstýrikerfi er hægt að skapa lyklalaust umhverfi. Með auðveldum hætti er hægt að breyta eða loka aðgengi starfsmanna.

Taktu stjórnina á öllu aðgengi í þínar hendur.

Slepptu umstangi og kostnaði við framleiðslu lykla og áhættu á að þeir lendi í röngum höndum. Með mjög einföldum aðgerðum er hægt að breyta eða loka aðgangsheimildum tímabundið eða endanlega.

Snertilaust aðgengi að fasteignum með snjallsímum eða öðrum auðkennum frá Securitas
Aðgangsstýringar

Fullkomin stjórn á aðgangsmálum

Með aðgangsstýringakerfum frá Securitas er hægt að stjórna aðgangi mismunandi eininga innan sömu fasteignar auk annarra fasteigna í gegnum eitt heildstætt aðgangsstýringakerfi.

Hvert fyrirtæki fyrir sig getur annast öryggis- og aðgangsstýringamál í sínu fyrirtæki sem eru hluti af einu stóru heildstæðu kerfi fyrir eina að fleiri fasteignir.

Brunavarnir

Securitas býður vandaðar gerðir af brunaviðvörunarkerfum sem uppfylla fjölþættar þarfir fasteignafélaga. Með auknu úrvali er ávallt hægt að velja hentuga og hagkvæma lausn fyrir eina eða fleiri fasteign allt eftir þörfum hvers fasteignafélags.

Krafa er gerð í byggingarreglugerð að sett skuli upp sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi í byggingum sem eru ætlaðar til ákveðinna nota. 

Dæmi um það eru skrifstofu-, verslunarhúsnæði, skólar, veitingahús, dagvistunarstofnanir, iðnaðarhúsnæði og fleiri húsnæði.

Brunaviðvörunarkerfi brunaviðvörunarbjalla sch

Þinn eiginn eldvarnarfulltrúi

Örugg umsjón brunavarna í þínu fyrirtæki.

Myndavélakerfi

Veldu vönduð kerfi sem henta þínum þörfum! Í upphafi er mikilvægt að vinna vandaða þarfagreiningu þar sem hlutverk og markmið myndavélakerfa koma skýrt fram.

Reyndir ráðgjafar Securitas sjá til þess að þarfagreining nái yfir þær þarfir sem við þurfum að uppfylla í dag en á sama tíma er hugsað fyrir mögulegum stækkunum og nýjum kröfum sem morgundagurinn getur haft í för með sér. 

Með því að fara í gegnum nokkra af helstu eiginleikum myndavélakerfa er gott að átta sig á því hvers þau eru megnug og hvernig þau geta nýst í þínu fyrirtæki.

Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar í myndavélakerfum.

Öryggismyndvélar dome Myndavélakerfi frá Securitas Hreyfanlegar öryggismyndavélar frá Seduritas
Öryggisstjóri að láni upplýsingafundir

Umsjón öryggismála hjá fjármálafyrirtækjum getur verið viðamikil og fjölþætt. Mörg fyrirtæki velja að fá lánaðan öryggisstjóra um ótiltekin tíma í stað þess að þurfa að þjálfa og mennta eigin starfsmann með reglulegum hætti.

Það getur því verið mun hagkvæmara og öruggara að velja öryggisstjóra að láni frá Securitas. 

Kynntu þér öryggisstjóra að láni

Hafðu samband við sérfræðinga okkar
í lausnum fyrir fasteignafélög

Hafþór Theódórsson hjá Securitas Hafþór Theódórsson hjá Securitas lit

Hafþór Theódórsson

Öryggisráðgjafi

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas Heiða Björk Júlíusdóttir hjá Securitas

Heiða Björk Júlíusdóttir

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.