Byggingariðnaður
Öryggislausnir fyrir fyrirtæki í byggingariðnaði
Viðfangsefni fyrirtækja í byggingariðnaði eru mjög fjölbreytt. Securitas býður fjölbreyttar og sveigjanlegar lausnir til að verja byggingarsvæði og framkvæmdir á vegum verktaka. Með öruggum aðferðum og viðurkenndum búnaði er hægt að stjórna aðgengi bæði starfsmanna og ökutækja að svæðum. Svæðin geta einnig verið vöktuð allan sólarhringinn með mannaðri gæslu eða fjarmyndaeftirliti.
Aðgengi starfsfólks
Securitas hefur um árabil unnið með fyrirtækjum í byggingariðnaði við að tryggja öryggi starfsfólks á vinnustað og að tryggja að aðilar sem ekki eiga erindi inn á svæðið geti komist þangað.
Fjölbreyttar aðferðir eru til að stjórna aðgengi starfsfólks með sjálfvirkum starfsmannahliðum og eða mannaðri aðgangsstjórnun.
Með öflugum aðgangsstýringum er hægt að vinna gegn þjófnaði og stórauka öryggi þeirra sem starfa á svæðinu.
Aðgengi ökutækja
Það felst mikið öryggi í að stjórna umferð stærri og smærri ökutækja auk vinnuvéla inn og út af framkvæmdasvæðum.
Securitas býður öruggar lausnir til auðkenningar ökutækja m.a. með myndgreiningarbúnaði sem greinir bílnúmer og getur skráð hvenær tæki kemur inn og hvenær það fer út af svæðinu. Í ákveðnum tilfellum getur einnig verið nauðsynlegt að auðkenna ökumenn.
Stærð og hlutverk ökutækja, vinnuvéla og annarra tækja skipta ekki máli því Securitas er með lausnir sem henta þörfum á hverjum stað.
Mönnuð gæsla
Á byggingasvæðum og athafnasvæðum fyrirtækja í byggingariðnaði er í mörgum tilfellum nauðsynlegt að vakta og stýra aðgengi.
Með mannaðri vakt er hægt að sporna gegn óæskilegri umferð og koma í veg fyrir rýrnun og brottnám verkfæra.
Securitas hefur um árabil staðið vaktina fyrir byggingarfyrirtæki á nóttu sem degi.
Fjarmyndaeftirlit
Fjarmyndavöktun Securitas er öflug öryggislausn sem byggist á mynd- eftirlitskerfi með öflugri myndgreiningu. Stjórnstöð Securitas vaktar og bregst við boðum frá kerfinu þegar þörf krefur.
Fjarmyndavöktun hentar mjög vel fyrir vöktun á byggingasvæðum og útisvæðum þar sem engin umferð á að vera eða aðeins skilgreindir aðilar eiga erindi inn á.
Vöktun getur bæði verið allan sólarhringinn eða á völdum tímum, t.d. aðeins að næturlagi eða eftir að vinnutíma á viðkomandi svæði lýkur.
Rakning á búnaði
Rakning á búnaði með Bluevision á verkfærum og tækjum getur sparað mikinn tíma við að staðsetja hlutina og þar með auka afköst þar sem hægt er að ganga beint í verkin.
Með því að merkja búnað er einnig hægt að koma í veg fyrir að búnaði sé stolið eða fjarlægður af ákveðnu svæði án heimildar. Þegar búnaðurinn nálgast ytri mörk á svæði gerir kerfið viðvart á skjá sem sýnir staðsetningu og gefur tækifæri til að bregðast við.
Auðkenni
Á byggingasvæðum og framkvæmdastöðum er mikilvægt að stýra aðgengi og auðkenna alla þá sem eiga erindi á svæðið og hvaða hlutverki þeir gegna.
Einnig eru gerðar kröfur í ákveðnum tilfellum af opinberum aðilum að starfsfólk beri vinnustaðaskilríki. Með sérprentuðum aðgangskortum er bæði hægð að stýra aðgengi með rafrænum hætti og auðkenna með sjónrænum hætti.
Vinnustaðaskírteini
Víða eru gerðar kröfur um að atvinnurekendur skuli láta útbúa vinnustaðaskírteini fyrir starfsfólk sitt sem hefur að geyma þær upplýsingar sem tilgreindar eru í lögum og samkomulagi ASÍ og SA.
Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð fellur undir þessar kröfur. Securitas býður sérprentun á aðgangskortum sem geta borið vinnustaðaskírteini á annarri hlið og önnur sjónræn auðkenni á hinni auk þess að auðkenna notanda með rafrænum hætti t.d. gagnvart aðgangsstýringarkerfum og búnaði.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.