Þjófavarnarkerfi
Verndaðu þig og þína
Mikilvægi þjófavarnarkerfa er því miður sífellt að aukast. Heimili og fyrirtæki sem ekki eru búin þjófavarnarkerfi verða frekar fyrir barðinu hjá innbrotsþjófum en aðrir.
Securitas býður úrval af kerfum og lausnum fyrir heimili og fyrirtæki til að verjast innbrotum.
Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi leitaðu til sérfræðinga Securitas.
Þjófavarnarkerfi hluti af stærri mynd
Þjófavarnarkerfi eru gjarnan hluti af aðgangsstýringakerfum eða tengd við þau.
Með því að koma fyrir skynjurum, bæði hreyfiskynjurum og opnunarskynjurum, er hægt að greina hreyfingu og eða umferð. Viðbrögð eru svo stillt með sjálvirkum tímastillingum og eða handsetningu þar sem kerfinu eru ýmist sett á vörð eða tekin af verði.
Tenging við stjórnstöð Securitas
Securitas rekur afar fullkomna stjórnstöð sem er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innbrotakerfi frá Securitas eru tengt þangað í samræmi við samninga um þjónustu. Um leið og stjórnstöð fær boð eru þau greind og viðbrögð valin í samræmi við eðli boðanna.
Fjölbreyttir möguleikar
Innbrotakerfin bjóða upp á margskonar stillingar en allar ganga þær út á að bregðast við hreyfingu með ákveðnum hætti á ákveðnum tímum.
Þannig er t.d. hægt að vera með mismunandi stillingar á innbrotakerfi eftir því hvaða tími dags og hvort heimilisfólkið er heima.
Ef aðalhurð er opnuð á skilgreindum opnunartíma þá gerist ekkert, en sé hún opnuð utan opnunartíma fer innbrotakerfið í gang.
Ef skynjarar nema hreyfingu eru boð send umsvifalaust inn á innbrotakerfið og þaðan send boð til stjórnstöðvar Securitas og annarra ef kerfið er stillt með þeim hætti.
Skynjarar í lykilhlutverki
Hreyfiskynjarar eru stór hluti af þjófavarnarkerfum og leika lykilhlutverk í vörnum gegn innbrotum.
Ef hreyfiskynjararnir skynja hreyfingu senda þeir umsvifalaust boð í innbrotakerfið sem sendir frá sér boð til stjórnstöðvar Securitas sem er opinn allan sólarhringinn allan ársins hring.
Ef hreyfingin verður á þeim tíma sem kerfið er á verði þá eru strax send boð frá stjórnstöð til öryggisvarða sem eru á ferðinni og bregðast strax við.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.