Securita hefur víðtæka reynslu af umsjón með orlofshúsum og íbúðum víða um land. Þjónusta Securitas spannar allt frá því að afhenda nýjum dvalargesti lykla til þess að þrífa húsnæðið fyrir næsta leigutaka.
Umsjón
Rekstur orlofshúsa og orlofsíbúða krefst þess að sómasamlega sé staðið að umsjón og viðhaldi. Sé ástandi húsnæðis ábótavant getur kostnaðurinn fljótt farið að vinda upp á sig.
Hjá Securitas geta eigendur og rekstraraðilar orlofshúsnæðis treyst á fyrsta flokks þjónustugæði og fjölbreyttar lausnir sem henta bæði litlum og stórum rekstrareiningum.
Þjónustan
Orlfofshúsaþjónusta Securitas getur meðal annars falið í sér:
Lyklaafhendingu og umsjón
Úttektir á þrifum fráfarandi leigutaka
Almennt fyrirbyggjandi eftirlit með húsnæði og lóð
Aðstoð við gerð viðbragðsáætlunar
Eftirlit með umgengni þjónustuaðila og iðnaðarmanna
Innkaup á hreinlætisvörum.
Upptalningin er ekki tæmandi.
Við leggjum okkur ávallt fram um að koma til móts við ólíkar þarfir viðskiptavina og sníðum þjónustuna að þörfum hvers fyrir sig. Markmið okkar er að tryggja í senn ánægju leigutaka og gott ástand og endingu húsnæðis.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.