SIGNO er tæknibylting í aðgangslesurum
Aukin þægindi og mun meira öryggi með nýjustu aðgangslesurunum frá HID.
HID SIGNO aðgangslesarinn uppfyllir allar ströngustu kröfur þegar kemur að öryggi. SIGNO er hraðvirkari, öruggari og stílhreinni en forveri hans HID SE.
Alla SIGNO lesara er hægt að virkja með HID farsímakortum fyrir fjölbreyttari og nútímalegri notkun.
Þegar kemur að því að uppfæra aðgangskerfi eða setja upp nýtt þá er SIGNO lesarinn tilvalin í verkið.
Opnaðu með símanum
Það færist stöðugt í vöxt að nýtja snjallsíma fyrir fjármálaþjónustu og nú er hægt að nota þá til að auðkenna notendur gagnvart aðgangsstýringakerfum.
Nýir lesarar þar sem aukið öryggi og aukin þægindi haldast í hendur.
Opnaðu með snjallúrinu
Tækninni fleygir fram og snjallúr eru orðin mjög algeng. Kosturinn við snjallúr er að notendur þeirra skilja þau síður við sig og því getur öryggið verið enn meira í samanburði við aðrar leiðir til að auðkenna sig.
aukin þægindi og Öryggi
Opnaðu með því sem hentar best
Með hraðri þróun í fjármálaþjónustu og möguleikum til að greiða með snjallsímum og eða snjallúrum hefur leitt til þess að fólk ber síður á sér kort eða kortaveski.
Það er því einstök ánægja fyrir okkur hjá Securitas að kynna tæknilega fullkomna aðgangslesrara sem geta lesið auðkenni notenda úr snjallsímum, snjallúrum og eða kortum fyrir þá sem kjósa að nota þau áfram.
Á sama tíma og öryggi er stóraukið þá eru þægindin orðin mun meiri. Hafðu samband og kynntu þér hvernig hægt er að uppfæra aðgangsstýringar í þínu fyrirtæki.
SIGNO HID lesarar
Nýjustu aðgangslesararnir á markaðinum eru SIGNO lesararnir sem eru fáanlegir í mörgum útgáfum.
Allir eiga þeir það sameiginlegt að gera notendum mögulegt að auðkenna sig með snjalltækjum s.s. símum, úrum o.s.frv.
SIGNO aðgangslesarar virka einnig fyrir hefðbundin aðgangskort og í ákveðnum tilfellum hægt að slá inn aðgangskóða.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í aðgangsstýringum
Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri
Frímann Viðarsson
Viðskiptastjóri
Heiða Björk Júlíusdóttir
Viðskiptastjóri
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.