Aðgangsstýringar
Mikilvægi öruggra aðgangsstýringa hefur aukist undanfarin ár. Markmiðin eru fjölþætt en þegar kemur að því að verja svæði hvort sem það er vegna verðmæta sem þar eru eða til að tryggja hreinlæti og stýra aðgengi að völdum svæðum þá býr sérfræðiteymi Securitas yfir áratuga reynslu á þessu sviði.
Securitas býður þér áratuga reynslu sérfræðinga í hönnun og uppsetningu aðgangsstýringakerfa með búnaði frá nokkrum af virtustu framleiðendum heims.
Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að aðgangsstýringum, leitaðu til okkar.
Fullkomin stjórn á aðgengi
SAMAN FINNUM VIÐ HENTUGUSTU AÐGANGSLAUSNINA fyrir þitt fyrirtæki
Með aðgangsstýrikerfum frá Securitas er hægt að stjórna aðgangi um húsnæði fyrirtækisins með fullkomnum hætti.
Mikilvægt er að velja stjórnkerfi sem hentar þörfum fyrirtækisins eins og þær eru í dag og að það geti skalast áfram í takt við framtíðaráætlanir.
Þrautreyndir sérfræðingar Securitas í aðgangsstýringum aðstoða við að velja miðlægt stjórnkerfi og þá skynjara sem notaðir eru til að stjórna aðgengi.
Fáðu aðstoð sérfræðinga við hönnun og uppsetningu á aðgangsstýringakerfi fyrir þitt fyrirtæki.
hvað felst í aðgangssýringakerfum
Aðgangskerfi skiptast í þrjá megin þætti
Miðlægt stjórnkerfi
Sérfræðingar Securitas aðstoða við að velja stjórnkerfi fyrir aðgangsstýringar sem hentar þörfum viðskiptavina í dag með vöxt og framtíðarþróun fyrirtækisins í huga
Lesarar og læsingar
Til að stýra aðgengi að svæðum verður að setja stýringar á hurðir, hlið og skápa eftir atvikum.
Auðkenni
Það eru nokkrar grunnleiðir notaðar til auðkenna notendur og veita þeim aðgang eftir skilgreindum heimildum. Ýmist með snertingu eða snertilaust. Einnig er fleiri en einni leið til auðkenningar blandað saman á svæðum með hærra öryggisstig.
Miðlæg aðgangskerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja
Það skiptir ekki máli hversu stórt eða lítið fyrirtækið er. Ef það er þörf á að stýra aðgengi þá er Securitas með lausnina.
Sérfræðingar Securitas hafa áralanga reynslu af hönnun og uppsetningu aðgangskerfa af öllum stærðum og gerðum.
- Verslanir
- Heildverslanir
- Heilbrigðisþjónustu
- Skrifstofur
- Iðnaðarhúsnæði
- Skólar
- Íþróttamannvirki
- Fjármálastofnanir
- Hótel
- Flutningafyrirtæki
- Tæknifyrirtæki
- Gagnaver
- Virkjanir
- Sjávarútvegsfyrirtæki
- Flugfélög
- Vinnusvæði
- Lyfjafyrirtæki
- Fjölbýlishús
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.
Aukið öryggi og minni smithætta
Með aðgangsstýringalausnum er hægt að stýra aðgengi inn í og út úr fyrirtækinu og eins á mismunandi svæðum innan þess án þess að notendur þurfi að snerta nokkuð.
Hvort sem markmiðin eru tengd öryggi, hreinlæti eða bættum rekstri þá er Securitas með reynslu og þekkingu til að aðstoða þig við val á réttu lausninni.
Kerfi sem geta vaxið með fyrirtækinu
Fjárfesting í öryggi til framtíðar. Við val á aðgangsstýringakerfum er mikilvægt að kerfið uppfylli þarfir fyrirtækisins í dag en geti einnig vaxið í takt við þróun fyrirtækisins.
Securitas býður í senn mjög öflug og fjölhæf aðgangskerfi sem eru á sama tíma mjög sveigjanleg þegar kemur að vali á jaðarbúnaði og stækkunarmöguleikum.
Securitas er til margra ára samstarfsaðili nokkurra þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi þegar kemur að öryggismálum um heim allan.
Vertu viss um að velja lausn sem getur þróast auðveldlega með fyrirtækinu.
Auðveld stjórnun hvar sem þú ert
Eitt af lykilatriðum við val á aðgangsstýringakerfi er að það sé auðvelt í notkun. Securitas býður aðgangsstýringakerfi sem auðvelt er að stjórna í gegnum myndrænt viðmót.
Með auðveldum og skýrum hætti má, læsa og opna hurðir, setja og taka svæði af verði.
Viðvaranir birtast uppi á skjá. Einnig er hægt að hanna og prenta aðgangskort í gegnum ákveðin kerfi.
Með nettengdu aðgangskerfi getur þú stjórnað aðgerðum hvar sem þú ert í netsambandi.
Sambyggt innbrotakerfi
Hluti af því sem aðgangskerfi gera er að skrá og gera viðvart ef eitthvað óvænt kemur upp á.
Ef einhver skynjari í kerfinu sendir boð um opnun eða hreyfingu þá sendir kerfið boð eftir skilgreindum leiðum.
Ein af þessum leiðum getur verið beintenging við stjórnborð Securitas og viðbragðsafl sem sent er af stað um leið.
Einnig geta skilaboð um óvænt atvik verið send samtímis eða eingöngu á stjórnendur og eða öryggisstjóra fyrirtækisins.
Stjórnaðu aðgengi viðskiptavina og starfsfólks
Aðgangskerfi eru ekki eingöngu nýtt til að stjórna aðgengi starfsfólks heldur líka aðgengi viðskiptavina.
Aukið öryggi og hagræðing getur áunnist með rétt hönnuðum og vel uppsettum aðgangskerfum.
Hafðu samband við sérfræðinga Securitas og fáðu ráðgjöf um hentugt aðgangskerfi fyrir þitt fyrirtæki.
Með nýjustu lesurunum frá Securitas geta notendur auðkennt sig með snjallsímum, snjallúrum og snjallkortum.
Sveigjanlegar aðgangsheimildir
Sveigjanleiki
Tímastýrður aðgangur
Allt á réttum tíma
Fullkominn rekjanleiki
Rekjanleiki
Aukið öryggi og aukin þægindi
Lyklalaust aðgengi
Með aðgangsstýrikerfi er hægt að skapa lyklalaust umhverfi. Með auðveldum hætti er hægt að breyta eða loka aðgengi starfsmanna.
Taktu stjórnina á öllu aðgengi í þínar hendur.
Slepptu umstangi og kostnaði við framleiðslu lykla og áhættu að þeir lendi í röngum höndum. Með mjög einföldum aðgerðum er hægt að breyta eða loka aðgangsheimildum tímabundið eða endanlega.
Notendur geta auðkennt sig með snjallsímum, snjallúrum og snjallkortum allt eftir því sem hentar best.
Lesarar og annar búnaður
Tengimöguleikar á búnaði við aðgangsstýringakerfi Securitas eru nánast endalausir. Fyrirtæki geta valið hverju þau vilja stýra aðgengi að og hvernig. Sérfræðingar Securitas hanna og setja upp lausnir eftir þörfum hverju sinni með framtíðarmöguleika í huga.
Hægt er að velja bæði búnað sem lagt er fyrir eða þráðlausan búnað auk þess að geta blandað þessu tvennu saman.
Fjölbreytt úrval lesara og annars búnaðar gefa fyrirtækjum mikinn sveigjanleika til að fá lausnir sem eru auðveldar og öruggar í notkun.
Kynntu þér lesara og annan búnað sem hægt er að nota við aðgangsstýringakerfi.
Augnskannar
Fingrafaraskannar
Andlitsgreining
Snertilaust
Þráðlaust
Talnaborð
Hurðir
Skápar
Aðgangshlið
Bílahlið
Lyftur
Dyrasímar
Augnskannar
Fingrafara
Andlitsgreining
Snertilaust
Þráðlaust
Talnaborð
Hurðir
Skápar
Aðgangshlið
Bílahlið
Lyftur
Dyrasímar
Hvað segja viðskiptavinir okkar
Fjölbreyttar leiðir til auðkenninga
Einn af lykilþáttum í árangursríkri innleiðingu á aðgangskerfi er örugg og einföld auðkenning á notendum. Það sem notað er til að auðkenna getur verið eitthvað sem þú manst, eitthvað sem þú berð eða eitthvað sem er hluti af þér.
Algengt er að huga fyrst að öruggu aðgengi inn og út úr fyrirtækinu og næsta skref er að skilgreina mismunandi öryggisvæði í fyrirtækinu. Það fer svo eftir hversu hátt öryggisstig þarf að vera á hverju svæði hvort eitt eða fleiri auðkenni eru notuð og þá hvaða auðkenni. Unnt er að velja um snerti eða snertilausa auðkenningu, öryggiskort, slá inn aðgangskóða eða nota líffræðileg einkenni allt eftir því sem hentar til að uppfylla þarfir um öryggi og hreinlæti.
Kort
Dropar
Snjallsími
Fingrafar
Augu
Andlit
Meira öryggi með hagkvæmari hætti
Heildarlausnir í öryggismálum
Hjá Securitas getur þú fengið aðstoð reyndra sérfræðinga við öll öryggismál fyrirtækisins.
Með öll öryggismál hjá einum samstarfsaðila líkt og Securitas er mögulegt að byggja heildstæðar lausnir með hagkvæmum og öruggum hætti.
Sérfræðingar Securitas sækja reglulega mjög krefjandi námskeið um nýjungar í öryggismálum og helstu ógnir á hverjum tíma og bjóðum því okkar viðskiptavinum bestu lausnirnar á hverjum tíma.
Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggismálum fyrirtækisins.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í aðgangsstýringum
Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri
Frímann Viðarsson
Viðskiptastjóri
Heiða Björk Júlíusdóttir
Viðskiptastjóri