Myndgreining
Hvað er myndgreining ? Myndgreining er greind í myndavélinni eða upptökubúnaðinum sem skilur hvað sést. Greiningin þekkir til dæmis fólk, farartæki, eða aðra hluti eins og bakpoka eða vopn.
MYND
GREINING
Myndgreining
Hefðbundin hreyfiskynjun eftirlitsmyndavélakerfa greinir hreyfingu í mynd en gerir ekki greinarmun á því hvað veldur hreyfingunni. Myndgreining getur greint hluti í mynd og þannig gefið sjálfvirkt boð um óæskilega hluti eða hegðun.
Myndgreiningin er hönnuð til að greina margskonar aðstæður við eftirlit, t.d. greina fólk, bíla, og aðra hluti í myndinni. Með stillingum í hugbúnaði er hægt að skilgreina hegðun hluta og bregðast þannig við fyrir fram skilgreindri óæskilegri hegðun.
Kerfið vinnur bæði með inni- og útimyndavélum sem og hitamyndavélum. Kerfið getur m.a greint eftirfarandi atriði í mynd:
- Bíla
- Fólk – Hópur af fólki
- Hlutir skildir eftir eða teknir
- Hraða- og stefnugreining
- Stoppgreining
- Hangsgreining
- Talning
- Fleiri enn einn inn/út í einu
- Fiktvörn
- O.fl.
Tvær aðferðir
Algoritmar og deep learning
Framleiðendur nota nokkrar aðferðir til að framkalla þessa virkni. Annas vegar með fyrir fram forrituðum algoritmum sem þekkja hvernig t.d. manneskja er í laginu.
Aðrir nota svokallaða Deep Learning aðferð, þar sem algoritmanum er kennt hvernig manneskja lítur úr með því að sýna ótal margar myndir af manneskju.
Einnig er algengt að blanda þessu tvennu saman. Myndgreining getur bæði verið framkvæmd í myndavélinni sjálfri eða í upptökuhugbúnaðinum. Mikil þróun hefur verið í myndgreiningu síðustu árin og hefur áreiðanleiki hennar aukist til muna.
Myndgreining nýtist helst á tvennan hátt í myndeftirlitskerfum,
annars vegar til leitar og hins vegar til viðvörunar.
LEIT
Myndgreining til leitar
Með því að nota myndgreiningu til leitar er mun fljótlegra að leita í miklu magni af myndefni. Í stað þess að skoða öll myndskeið af hreyfingu á ákveðnu svæði er t.d. hægt að leita eingöngu að manneskju i grænum stuttermabol, ljóshærðri konu, eða manni á hjóli.
Eftir að rétti einstaklingurinn er fundinn má leita eftir honum sérstaklega. Svona leit flýtir gríðarlega fyrir allri rannsóknarvinnu og hjálpa mikið þegar finna þarf myndefni hratt. T.d. ef barn týnist í verslunarmiðstöð.
Viðvörun
Myndgreining til viðvörunar
Með því að nota myndgreiningu til viðvörunar er hægt að vakta svæði sem ekki er unnt að vakta með hefðbundnum aðferðum. Hægt er að skilgreina svæði innan sjónsviðs myndavélar sem vöktuð svæði. Þegar manneskja fer inn á vaktað svæði á skilgreindum vakttíma fer viðvörun í gang.
Securitas hefur um árabil nýtt sér þessa tækni til að vakta byggingarsvæði, hafnarsvæði og aðra mikilvæga staði. Þessi þjónusta er kölluð fjarmyndavöktun.
Fljótlegar aðferðir
Fjölþættir leitarmöguleikar
Með því að nota myndgreiningu til leitar er mun fljótlegra að leita í miklu magni af myndefni.
Í nýju ljósi
Sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér tækninýjungar í öryggismyndavélum og myndavélakerfum til ýmiskonar greininga. Með vel útfærðum myndavélalausnum og myndgreiningarhugbúnaði er hægt að greina breytingar á hitastigi og sjá umferð um ákveðin svæði á hitakorti svo eitthvað sé nefnt.
Hentugasta uppsetningin
Vöruflæði
Með myndgreiningu er m.a. hægt að sjá hvernig umferð flæðir um vöruhús. Mikilvægar upplýsingar sem geta nýst við skipulagningu vöruhúsa.
Hvar stoppa viðskiptavinirnir?
Hitakort í verslun
Nútíma öryggismyndavélar og myndgreining gera okkur kleift að greina hegðun fólks. Hvar kemur fólk saman, hvaða leið ganga viðskiptavinir um verslunina o.s.frv.
Hvernig er álagið
Hitamyndir
Með hitamyndum er hægt að greina álag á t.d. vélbúnað og tæki. Þannig er hægt að bregðast við ofhitnun og koma í veg fyrir skemmdir.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í myndeftirliti
Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri
Gestur Guðjónsson
Viðskiptastjóri
Frímann Viðarsson
Viðskiptastjóri