Fjarmyndaeftirlit

 
Securitas býður fjarmyndavélaeftirlit svæða með öflugum öryggismyndavélum og nákvæmri myndgreiningu. Vöktun í boði allan sólarhringin og tafarlaus viðbrögð við atburðum sem greinast á svæðinu. 

Eftirlit með svæði

Öflug öryggislausn sem byggist á myndeftirlitskerfi með öflugri myndgreiningu.

Fjarmyndavöktun Securitas er öflug öryggislausn sem byggist á mynd- eftirlitskerfi með öflugri myndgreiningu. Stjórnstöð Securitas vaktar og bregst við boðum frá kerfinu þegar þörf krefur. 


Fjarmyndavöktun hentar t.d. fyrir vöktun á útisvæðum þar sem engin umferð á að vera eða aðeins skilgreindir aðilar eiga erindi inn á. Vöktun getur bæði verið allan sólarhringinn eða á völdum tímum, t.d. aðeins að næturlagi eða eftir að vinnutíma á viðkomandi svæði lýkur.

Fjarmyndavöktun hentar vel fyrir útisvæði

Fjarmyndavöktun hentar einkar vel fyrir útisvæði, svo sem athafnasvæði, hafnarsvæði, íþróttasvæði, sundlaugar, bílaplön, byggingarsvæði og einnig til vöktunar innanhúss.

Tafarlaus viðbrögð

Starfsmenn í stjórnstöð Securitas geta komið töluðum skilaboðum inn á vaktað svæði

Stjórnstöð Securitas getur komið töluðum skilaboðum inn á vaktað svæði gegnum gjallarhorn, t.d. til að láta viðkomandi aðila vita að hann sé á vöktuðu svæði og að búið sé að ræsa viðbragðsafl.

Framhaldið ræðst af viðbrögðum viðkomandi en sjálfkrafa fara öryggisverðir á svæðið til að tryggja umhverfið.

Stjornstod black & white

Sérsniðnar lausnir

Sérfræðingar Securitas bjóða viðskiptavinum upp á sérsniðnar lausnir eftir þörfum og markmiðum hvers og eins.

Öflug öryggisgæsla við ólíkar aðstæður

Fjarmyndavöktun hentar víða

Securitas býður fjarmyndavöktun fyrir fyrirtæki og heimili. Með fjarmyndavöktun eru myndir sendar til stjórnstöðvar Securitas ef kerfið verður vart við óæskilegar mannaferðir og/eða bílferðir innan vaktsvæðis.

Stjórnstöð Securitas tekur við boðunum og getur þannig staðfest innbrot eða aðra óæskilega hegðun á skjótan hátt og kallað til réttra viðbragða strax. Hægt er að kalla strax til lögreglu. Stjórnstöð Securitas tryggir einnig að myndeftirlitskerfið sé ávallt virkt.

Með fjarmyndavöktun Securitas er einnig boðið upp á fjarmyndaskoðunarferðir, þar sem stjórnstöð Securitas skoðar vaktsvæðið eftir samkomulagi.

 

Myndgreining til vöktunar

Öflug myndgreining

Kerfið notar myndgreiningu til að meta hvort um raunverulega ógn sé að ræða. Kerfið gerir þannig greinarmun á umferð bíla, manna, dýra eða einhverra aðskotahluta. Ef kerfið metur

sem svo að um óæskilega hreyfingu sé að ræða á svæðinu sendir það boð til stjórnstöðvar Securitas. Stjórnstöðin fær myndir af þeim atburði sem olli því að boð voru send. Þá getur stjórnstöð einnig skoðað myndskeið frá öðrum myndavélum á svæðinu til að átta sig betur á aðstæðum.

Sterkur hluti af öflugri heildarlausn

Fjölþætt öryggislausn

Myndvöktun sem viðbót við mannaða gæslu

Fyrir staði þar sem hægt er
að nýta öryggiskerfi með myndvöktun í staðinn fyrir eða með mannaðri öryggisgæslu

Heildarlausn í öryggismálum þar sem saman fer nýjasta tækni í myndvörn með aðstoð stjórnstöðvar Securitas og öflugt viðbragðsafl.

Eftirlitsferðir Securitas
Öryggisbíll frá Securitas

Helstu kostir fjarmyndavöktunar

Tafarlaus viðbröð gagnvart atburðum á vöktuðum svæðum allan sólarhringinn.

  • Tengd við stjórnstöð Securitas
  • Vöktun er möguleg allan sólarhringinn, 365 daga ársins
  • Eftirlit með opnum svæðum
  • Fyrirbyggjandi öryggi
  • Augu strax á staðnum
  • Samskipti strax við óviðkomandi aðila á svæðinu
  • Öflugt viðbragðsafl fylgir í kjölfar boða
  • Búnaður er undir stöðugri vöktun sem tryggir að kerfið er virkt

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í myndeftirliti

Oddsteinn Björnsson hjá Securitas Oddsteinn-Bjornsson_lit-300

Oddsteinn Örn Björnsson

Viðskiptastjóri

Gestur Guðjónsson hjá Securitas Gestur-Gudjonsson_lit

Gestur Guðjónsson

Viðskiptastjóri

Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas Þorkell Frímann Viðarsson hjá Securitas

Frímann Viðarsson

Viðskiptastjóri

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.