Eftirlitsferðir
Því það gleymist stundum að ganga frá
Þjálfaður öryggisvörður Securitas kemur í fyrirtæki á tilteknum tímum, t.d. eftir lokun og er síðasti aðilinn út í lok dags.
Gengið er úr skugga um að fyrirtækið sé öruggt og farið yfir frágang með tilliti til innbrotahættu, brunahættu, óeðlilegra mannaferða, skemmdarverka, vatnsleka eða annarra þátta sem gætu hafa farið úrskeiðis á annasömum vinnustað.
Stjórnendur fá skýrslu um ástand mála og geta í kjölfarið gripið til ráðstafana ef endurtekin atvik koma upp varðandi einstaka öryggisþætti.
Helstu kostir efirlitsferða
- Öryggi fyrirtækisins tryggt fyrir nóttina
- Aukin vernd gegn bruna, innbrotum og skemmdarverkum
- Minni líkur á fjárhagstjóni
- Þjálfað teymi öryggisvarða í sambandi við stjórnstöð Securitas
- Rauntímaupplýsingar með „Guard Tools“
Er búið að ganga frá öllu?
Við athugum hvort allt sé eins og það á að vera
Þrátt fyrir góðan vilja starfsfólks og stjórnenda er algengt að misbrestir séu á frágangi fyrirtækja og stofnana í lok dags.
Opnir gluggar, ólæstar dyr, öryggiskerfi óvirk, raftæki í sambandi, eldavélar og ofnar í gangi, rennandi vatn, logandi ljós – allt getur þetta haft í för með sér óþarfa kostnað í besta falli og í verstu tilvikum gríðarlegt eignatjón.
Yfirferðir Securitas hjálpa til við að greina kerfislægan vanda og koma í veg fyrir tjón og kostnað.
Sérsniðinn gátlisti fyrir eftirlit í þínu fyrirtæki
Öryggisvörður fer eftir sérstökum gátlista viðkomandi fyrirtækis og staðfestir hvert atriði hans rafrænt.
Gátlistinn fer eftir aðstæðum og óskum í hverju fyrirtæki fyrir sig og getur falið í sér hluti á borð við læsingar hurða, athugun á gluggum, stöðu ljósa, virkni raftækja, véla og búnaðar, stillingar öryggiskerfa og athugun á gas-, vatns- og rafleiðslum.
Dæmi um gátlista:
- Athuga glugga í öllum rýmum
- Ganga úr skugga um að dyr séu læstar
- Er hlið á athafnasvæði læst?
- Athuga vatn í eldhúsi
- Athuga vatn á salernum
- Athuga vatn í búningsklefum
- Athuga gasinntak í eldhúsi
- Rofar/tenglar á raftækjum í eldhúsi
- Staða kælitækja
- Staða eldunartækja
- Staða lýsingar í öllum rýmum
- Ganga úr skugga um að rými séu mannlaus
- Staða á tölvubúnaði og kælibúnaði tölvuvera
Skýrslur fyrir rekstraraðila í rauntíma
Með „Guard Tools“ hefur umsjónaraðili fyrirtækisins aðgang að skýrslum í rauntíma og getur fylgst með niðurstöðum og unnið með þær til að bæta ferla innan fyrirtækisins þegar þurfa þykir.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.