Snjöll öryggislausn fyrir nútímaheimili
Lífsgæði og hugarró
Heimavörn er snjöll öryggislausn fyrir nútímaheimili. Með appinu getur þú fylgst með og stjórnað öryggiskerfinu og aukahlutum ásamt því að kveikja og slökkva á ýmsum raftækjum heimilisins eða stýra notkun þeirra með snjalltengjum.
Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn og fylgist með boðum frá kerfinu.
Ertu nú þegar með Heimavörn?
Kíktu yfir á þjónustusíðuna þar sem þú getur nálgast allar notendaupplýsingar og viðbótarbúnað.
Auðveldara og skemmtilegra
Fjölmargar leiðir til að gera lífið auðveldara og skemmtilegra með Heimavörn
Taktu á móti póstsendingum í gegnum appið
Það er óþarfi að hanga heima og bíða eftir því að póstsendingin, eða óvæntir gestir mæti á staðinn. ...
Stjórnaðu stemningunni á heimilinu
Stjórnaðu lýsingunni á heimilinu og skapaðu réttu stemninguna við hvert tilefni. Með auðveldum hætti ...
Hvernig hafa gæludýrin það heima?
Ert þú með áhyggjur af því að Depill sé einn heima eða saknaru hans bara svo mikið að þig langar að ...
Ekki læsast úti
Með Heimavörn getur þú sagt bless við óþarfa lykla. Á auðveldan máta getur þú opnað og læst hurðum a ...
Njóttu þess að vera út í náttúrunni
Farðu út að hjóla og vertu með öryggi heimilisins í vasanum Það er mikilvægt að komast af og til ...
Algeng uppsetning á Heimavörn
- Stjórnstöð með snertiskjá
- App og vefviðmót
- Reykskynjarar í öll svefnherbergi
- Vatnsnemar við uppþvottavél og í þvottahúsi
- Hreyfiskynjarar í öllum rýmum þar sem hægt er að komast inn í húsið
- Hurðarnema/segulrofar við allar hurðir og stærstu glugga
- Snjalltengi fyrir heimilistækin og lampa
- Uppsetning og kennsla
Hagstæð leiga
Þú velur hvað þú vilt hafa í þinni Heimavörn og greiðir mánaðarlega leigu fyrir allan búnað og tengingu við stjórnstöð sem er á vakt allan sólarhringinn allan ársins hring. Stofnkostnaður er 32.900kr
Ef þú vilt bæta við búnaði síðar þá er það mjög einfalt þú lætur okkur vita hverju þú vilt bæta við og tæknisérfræðingur frá Securitas kemur og setur hann upp fyrir þig.
Heimavörn
Grunnpakki-
Tenging við stjórnstöð allan sólarhringinn
-
Viðbragðsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn
-
Stílhreinn 7" snertiskjár
-
7 öryggisskynjarar að eigin vali - Hurða-, hreyfi-, reyk- og vatnsskynjarar
-
Viðhald á leigðum búnaði
-
Uppsetning af fagfólki
-
Enginn binditími
-
Allt í einu appi
Viltu panta Heimavörn?
Smelltu á hnappinn, fylltu út formið og öryggisráðgjafi mun aðstoða þig við að finna bestu Heimavörnina fyrir þig.
ALLT SNJALLT Í EINU APPI
HJARTAÐ Í HEIMAVÖRN
Hjartað í Heimavörn liggur í appinu. Þaðan getur þú stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þú ert í sambandi á annað borð og fengið margs konar tilkynningar og áminningar sjálfkrafa.
Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist. Hafðu auga með heimilinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.
Notendur geta einnig verið með
Sumarhúsavörn og Firmavörn allt í sama appi með Heimavörn.
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið fyrir Android eða iOS með því að smella á viðeigandi hnapp.
FLÝTIVAL
Í appinu getur þú sett upp mismunandi flýtival til að stilla kerfi og tengdan búnað með einni snertingu. Þannig getur þú við heimkomu til dæmis tekið öryggiskerfið af, kveikt ljós, slökkt á eftirlitsmyndavél ef heimilið er þannig útbúið.
Heimavörn er tengd stjórnstöð Securitas
Í stjórnstöð Securitas vakta reyndir öryggisverðir öll boð og virkja öflugt viðbragðsafl í samræmi við þau boð sem berast allan sólarhringinn allan ársins hring.
Að velja öryggisbúnað fyrir heimilið
Reyndir öryggisráðgjafar Securitas eru þér ávallt innan handar að velja öryggisbúnað hvort sem það er í upphafi eða ef þú vilt bæta við búnaði síðar.
En til að áætla hvað þarf fyrir þitt heimili þá eru hér einfaldar leiðbeiningar hvernig hægt er að áætla þann öryggisbúnað sem mikilvægt er að hafa á heimilinu.
Reykskynjarar
Reykskynjarar
Hreyfiskynjarar
Hreyfiskynjarar
Hurðaskynjarar
Hurðaskynjarar
Vatnsskynjarar
Vatnsskynjarar
Gasskynjarar
Gasskynjarar
Snjalltengi
Snjalltengi
Ljósastýring
Ljósastýring
Hitanemar
Hitaskynjarar
Dyrasímar
Dyrasímar
Stjórnborð
Stjórnstöð
Öryggismynda
vélar
Öryggismynda
vélar
Lyklalaust aðgengi
Lyklalaust aðgengi
INNBROTAVÖRN
Þú velur hreyfiskynjara eftir þörfum og hægt er að fá þá bæði með og án myndavélar eða sérhannaða fyrir gæludýr. Hurða- og gluggaskynjarar láta vita ef eitthvað er opið sem ætti að vera lokað, til dæmis svalahurð eða svefnherbergisgluggi.
BRUNAVÖRN
Reykskynjarar eru sítengdir stjórnstöð Securitas sem er alltaf á vaktinni. Þannig er hægt að bregðast við brunaviðvörunum hvort sem einhver er á vinnustaðnum eða ekki.
Eldsvoðar ógna bæði lífi og verðmætum. Með brunavörn Securitas margfaldar þú öryggi fyrirtækisins og starfsfólksins.
VATNSLEKAVÖRN
Vatnsleki getur valdið gríðarlegu fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni með eyðileggingu verðmæta. Það skiptir sköpum að fá samstundis boð ef vatn byrjar að flæða frá lögnum, krönum, þvottavél eða ísskáp.
SNJALLTENGI
Með snjalltengi getur þú stýrt notkun einstakra raftækja svo sem ljósa og lampa, eldhústækja, sjónvarpa, hljómtækja eða hverju því sem gengur fyrir rafmagni. Hægt er að gera flýtival fyrir snjalltengin eða hafa þau í svæðisskipunum og í raun takmarkast notkunarmöguleikarnir við lítið annað en hugmyndaflugið.
FLÝTIVAL
Í appinu getur þú sett upp mismunandi flýtival til að stilla kerfi og tengdan búnað með einni snertingu.
Þannig getur þú við opnun tekið öryggiskerfið af, kveikt ljós, breytt virkni myndavéla og stillt hita ef heimilið er þannig útbúið.
Fleiri möguleikar
MYNDEFTIRLIT
Hægt er að fá mismunandi úti- og innimyndavélar fyrir Heimavörn.
Myndavélar með hreyfiskynjurum sjá til þess að ekkert fari fram hjá vökulu auga kerfisins sem sendir þér myndskeiðin beint í símann eða annað snjalltæki. Notandi hefur fulla stjórn á kerfinu og aðgangi að því. Myndeftirlit í Heimavörn uppfyllir alla nauðsynlega öryggisstaðla og fylgir persónuverndarlögum í hvívetna.
DYRABJALLA
Hægt er að fá dyrabjöllu tengda við Heimavörn. Notaðu appið til að sjá hver hringir bjöllunni og svaraðu viðkomandi hvar sem þú ert í heiminum. Með lásastýringu getur þú einnig opnað og hleypt viðkomandi inn.
LÁSAR OG AÐGANGSSTÝRING
Hægt er að fá rafræna lása á útihurðir og bílskúrshurð svo þú getir stjórnað aðganginum að heimili þínu á einfaldan hátt. Þannig getur þú opnað og lokað einstökum dyrum með appinu þótt þú sért víðs fjarri. Þú
getur hleypt barninu inn ef það gleymir lyklunum eða opnað ef vinur eða fjölskyldumeðlimur kemur til að fá lánaða háþrýstidælu úr bílskúrnum.
HITANEMAR
Hægt er að fá hitanema sem skynja hitastig hvort sem er inni eða úti, eða á svæðum sem þarfnast sérstakrar aðgátar. Þú færð áminningar, aðvaranir eða skýrslur beint í símann eða tölvuna hvar og hvenær sem
þér hentar.
LJÓSASTÝRING
Með snjalltengjum getur þú stjórnað einstökum ljósum og lömpum. Einnig er hægt að fá stjórnbúnað inn í rofa sem gefur möguleika á flóknari stýringu. Með flýtivali getur þú stjórnað lýsingu í einstökum
vistarverum eða íbúðinni allri og með svæðisskipunum getur þú látið kerfið virkja lýsingu sjálfvirkt samkvæmt fyrirfram gefnum forsendum.
Veldu búnaði fyrir Heimavörn
Öryggisráðgjafar Securitas eru alltarf reiðubúin að aðstoða við val á búnaði. Í upphafi er valinn búnaður sem uppfyllir þarfir og óskir á hveru heimili. Eftir að Heimavörn er komin upp er auðvelt og einfalt að bæta búnaði samkvæmt þínum óskum.
57.343 kr.
29.858 kr.
33.434 kr.
UPPSETNING Í HÖNDUM FAGFÓLKS
Allur búnaður er settur upp af sérþjálfuðu tæknifólki til að tryggja öryggi og gæði kerfisins.
Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika
sem Heimavörn býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið og lífsgæðin á heimilinu.
Notendur geta m.a. athugað hvenær starfstöð var opnuð og/eða lokað auk þess að fylgjast með öllu sem skiptir máli í gegnum eitt app.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar
Hafþór Theódórsson
Öryggisráðgjafi
Heiða Björk Júlíusdóttir
Öryggisráðgjafi
David Trevor
Öryggisráðgjafi
Hvað segja viðskiptavinir okkar?
Algengar spurningar og svör
Kerfið frá Alarm.com er með bestu öryggisstaðla sem boðið er upp á vegna slíkra kerfa. Um 9 milljónir viðskiptavina í Evrópu og Ameríku nota kerfið daglega.
Appið, líkt og bankaöpp og fleiri slík sem vinna með viðkvæmar fjárhagslegar eða persónulegar upplýsingar, er varið með kóða eins og venjulegt öryggiskerfi. Þó að notandi týni símanum þá getur annar notandi ekki komist inn í kerfið.
Hægt er að gefa eins mörgum fjölskyldumeðlimum aðgang að kerfinu og þurfa þykir. Það kostar ekkert aukalega því aðeins er eitt gjald fyrir hvert heimili/stað. Hægt er að veita tímabundinn aðgang eða fullan og ótakmarkaðan, allt eftir óskum þess sem skráður er fyrir kerfinu.
Apple snjalltæki þurfa að hafa iOS 8.0 stýrikerfi eða nýrra. Það eru símarnir iPhone 4s og nýrri, iPad mini og iPad 2 og nýrri.
Heimvörn styður öll Android tæki síðustu fjögurra ára sem og mörg sem eru eldri en það.
Snjalltengi eru millistykki sem sett eru á rafmagnstæki sem viðkomandi vill stjórna, svo sem á ljós, ofn, kaffivél eða sjónvarp sem síðan er stjórnað með appinu.
Hægt er að stilla á ýmsa sjálfvirkni á borð við að slökkva og kveikja á ákveðnum tímum eftir að öryggiskerfi hefur verið sett á vörð eða á ákveðnum tímum sólarhringsins.
Kerfið vinnur á GSM og heldur allri öryggisvirkni þó að Internetið sé niðri. Samband við myndavélar gæti hins vegar rofnað.
Skynjarar eru stilltir eftir aðstæðum hvers heimilis, hægt er að fá sérstaka gæludýraskynjara og hreyfiskynjara sem taka myndir og senda í síma notanda.
Nei, Sumarhúsavörn+ byggir á GSM og 4G kerfi.
Alarm.com varð fyrir valinu sem samstarfsaðili Securitas. Þetta bandaríska fyrirtæki þjónar um 6 milljónum viðskiptavina og fellur vel að þeim öryggiskröfum sem Securitas gerir til samstarfsaðila. Kerfið þeirra uppfyllir alla evrópska öryggisstaðla og lög um persónuvernd.
Það fer eftir óskum viðskiptavinar, en í grunninn er alltaf öryggiskerfi, tengt stjórnstöð Securitas sem bregst við öllum nauðsynlegum aðstæðum. Innifalið í mánaðargjaldi er App og vefþjónusta á íslensku (eða því tungumáli sem óskað er eftir). Tæknimenn Securitas sjá um uppsetningu á kerfinu og því fylgir að sjálfsögðu ábyrgð. Við kerfið er svo hægt að bæta við, bæði eftir þörfum en eins er þetta byggt á kerfi sem er stöðugt í þróun og sífellt bætast við skemmtilegir og nytsamir hlutir sem einfalda notenda lífið.
Já, Heimavörn er í grunninn öryggiskerfi með allri þeirri þjónustu sem því fylgir hjá Securitas: stjórnstöð sem er á vakt allan sólarhringinn alla daga ársins, viðbragðsafli og þjónustu frá sérþjálfuðum öryggisvörðum. Öryggisverðir fara á bílum um þjónustusvæði Securitas víðs vegar um landið þar sem „okkar vakt lýkur aldrei“. Appið er hluti af öryggiskerfinu og þeirri þjónustu sem mánaðargjaldið felur í sér.
Nei, hægt er að hafa hvoru tveggja og velja á milli eftir hentugleika.
Grunnpakkinn Heimavörn samanstendur af:
- Öryggiskerfi
- Beinir (router, innifalinn í mánaðargjaldi)
- Lyklaborði/talnaborði
- App og vefviðmót
- Reykskynjara
- Vatnsnema
- Hreyfiskynjara
- Hurðarnema/segulrofa
- Snjalltengi
- Uppsetningu og kennslu
- Hvert kerfi er sett upp miðað við þarfir viðkomandi heimilis og notenda.
Fáðu ókeypis aðstoð ráðgjafa
Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Heimavörn býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið fyrir heimilið. Í sameiningu finnum við lausnina sem hentar þínu heimili.