Verðmætaflutningar

Verðmæti í öruggum höndum sérþjálfaðra öryggisvarða

Securitas hefur verið leiðandi í verðmætaflutningum á Íslandi í tæpa þrjá áratugi. Reynsla og fagmennska skiptir miklu máli þegar kemur að þjónustu eins og verðmætaflutningum. Þessi þjónustuþáttur hefur vaxið umtalsvert á liðnum árum, ekki síst vegna aukinnar kröfu um meira öryggi í flutningi fjármuna á milli staða og aukinna verðmæta í umferð. Securitas hefur mætt aukinni þörf á verðmætaflutningum með fagmennsku og heilsteyptum þjónustulausnum sem hafa meðal annars verið teknar út af erlendum fagaðilum á þessu sviði. Framkvæmdin í þeim úttektum hefur almennt hlotið mikið lof.

 

Í verðmætaflutningum starfa vel þjálfaðir öryggisverðir með bakgrunn úr öryggisgæslu og annarri neyðarþjónustu. Flestir öryggisverðir sem sinna þessari þjónustu hafi því unnið um árabil hjá fyrirtækinu áður en þeir teljast gjaldgengir í verðmætaflutninga fyrirtækisins. Þeir eru valdir úr stórum hópi umsækjenda í hvert sinn sem staða í verðmætaflutningadeild fyrirtækisins er auglýst, en hjá fyrirtækinu starfa um 230 öryggisverðir. Þeir öryggisverðir sem svo eru valdir til starfa í deildinni eru sérstaklega þjálfaðir skv. erlendri fyrirmynd og þurfa að standast ýmsar kröfur varðandi bakgrunn, reynslu og líkamlegt atgervi.

Öryggisverðir í verðmætaflutningum eru búnir öflugum varnarbúnaði og vinna samkvæmt ítarlega skilgreindu verklagi, þar sem agi og formfesta eru lykiláherslur. Verðmæti í flutningi eru varin með besta fáanlega búnaði, auk þess sem flutningsaðilar eru undir stöðugri rafrænni ferilvöktun stjórnstöðvar. Securitas býður ábyrgð á þeim verðmætum sem flutt eru á meðan þau eru í flutningi og í vörslu starfsmanna fyrirtækisins.

Stjórnstöð Securitas stjórnar viðbrögðum við öll frávik frá þeim verkferlum sem unnið er eftir. Öflugt fjarskiptakerfi og neyðarkerfi, TETRA, tryggir hámarksöryggi í samskiptum.

Valkostir í verðmætaflutningum:
DAGLEGIR FLUTNINGAR
Hentar þeim sem eru með mikla daglega veltu. Sérþjálfaðir öryggisverðir taka við þeirri fyrirhöfn og áhættu sem fylgir því að fara með uppgjör fyrirtækis í banka.
AFRITUN OG VARSLA GAGNA
Á liðnum árum hefur færst í vöxt að fyrirtæki vilji eiga afritunarspólur úr rekstri fyrirtækisins á öruggum stað utan fyrirtækisins. Securitas hefur því boðið þá þjónustu að sækja afritunarspólur úr tölvukerfi fyrirtækja til varðveislu utan fyrirtækisins. Ráðstafanir sem þessar koma í veg fyrir að upplýsingar úr tölvukerfi fyrirtækisins glatist við hugsanlegan bruna, innbrot eða skemmdarverk, vatnsleka eða aðra vá.
SÉRVERKEFNI
Securitas tekur að sér fjölmörg sértæk verkefni í verðmætaflutningum í tengslum við sérstaka álagstíma, s.s. fyrir jól, útsölur, sýningar, tónleikahald og fleira.
ÁFYLLING Á HRAÐBANKA
Securitas hefur um árabil séð um áfyllingar á hraðbanka fyrir banka og fjármálastofnanir utan höfuðstöðva þeirra. Securitas býður öruggan og fumlausan flutning á verðmætum þar sem skýrum og öguðum verkferlum er fylgt auk þess sem flutningurinn er fjarvaktaður. 

Öryggisráðgjafar Securitas veita frekari upplýsingar í síma 580 7000 og þeir aðstoða við að finna lausnir sem henta hverjum og einum.

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.