Staðbundin gæsla
Staðbundin gæsla eins og þú vilt hafa hana
Hjá Securitas geta viðskiptavinir fengið sérsniðna öryggisgæslu eftir þörfum og markmiðum hverju sinni. Hafðu samband og saman finnum við hentugustu lausnina.
Hefur sannað gildi sitt
Staðbundin gæsla
Staðbundin gæsla hefur margsannað mikilvægi sitt á fjölmörgum stöðum.
Gæsla er veigamikill þáttur í þeim öryggislausnum sem stærri fyrirtæki eða stofnanir byggja oft á. Mikilvægt er að hafa vel þjálfaða öryggisverði í þjónustu sem þessari.
Hlutverk öryggisvarða er m.a. að sjá til þess að reglum varðandi umgengni og frágang sé fylgt og að áherslum í samþykktri öryggisstefnu viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar sé einnig almennt fylgt eftir.
Víðtækt hlutverk öryggisvarða
Hlutverk öryggisvarða í staðbundnum verkefnum er jafnan að tryggja almennt öryggi á staðnum, sjá um símsvörun, móttöku og aðgangsstýringu eða viðhalda lokun á aðgengi utan daglegs vinnutíma auk þess að vera eftirlitsaðili með hvers konar öryggisþáttum á staðnum.
Fyrirkomulag og framkvæmd
Staðbundinnar gæslu
Staðbundinn öryggisvörður sinnir skilgreindum verkefnum og almennu fyrirbyggjandi eftirliti á staðnum, hefur umsjón með öryggiskerfum og bregst við ef eitthvað ber út af í öryggislegu tilliti.
Eðli málsins samkvæmt eru öryggisverðir í staðbundinni gæslu alfarið staðsettir á gæslustað þjónustukaupa, sem getur verið eitt eða fleiri aðliggjandi hús eða athafnasvæði.
Í mörgum tilvikum byggir þjónustukaupi á staðbundinni öryggisgæslu allan sólarhringinn. Þá vinna öryggisverðir á vöktum og geta haft ólíkum verkefnum að gegna, eftir því hvort um dag- eða næturtíma er að ræða, virkan dag eða helgi.
Regluleg og fjölþætt þjálfun
Víðtæk þjálfun öryggisvarða
Öryggisverðir í staðbundinni gæslu hafa jafnan hlotið víðtæka þjálfun. Þjálfuninni er haldið við með reglulegri upprifjun, æfingum og framhaldsþjálfun. Þá þurfa öryggisverðir fyrirtækisins að sækja viðurkennd námskeið í skyndihjálp, námskeið í meðferð handslökkvibúnaðar og hvernig þeir geti tryggt eigið öryggi sem best, svo eitthvað sé nefnt.
Fjölþætt starf
Starf staðbundinna öryggisvarða
Starf staðbundinna öryggisvarða er oft nokkuð fjölþætt. Hlutverkið getur verið allt frá því að sinna símsvörun og móttöku starfsmanna og gesta í fyrirtækið til þess að sinna beinu öryggiseftirliti frá miðlægri aðstöðu öryggisvarða, svokölluðu Security Center. Í slíkri aðstöðu er endabúnaður öryggiskerfa staðsettur, skjáir öryggismyndavélakerfa auk ýmiss konar eftirlitsbúnaðar fyrir hvers konar rekstrarbúnað viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.
Öryggismálum á staðnum er jafnan stjórnað úr aðstöðunni og þaðan eru viðbrögð ákveðin þegar eitthvað fer úrskeiðis eða neyðarástand skapast. Þá er almennt byggt á því fyrirkomulagi að öryggisverðir í staðbundinni gæslu fara í reglubundnar eftirlitsferðir um gæsluverkefnið. Með eftirlitsferðunum á að tryggja að frágangur og almennt ástand sé í samræmi við verklagsreglur og áherslur þjónustukaupa. Viðkoma öryggisvarða í eftirlitsferðum er staðfest með rafrænni skráningu.
Hluti af öflugu viðbragðsafli
Tenging við stjórnstöð
Stjórnstöð Securitas hefur eftirlit með öryggi og viðveru öryggisvarða í staðbundnum verkefnum.
Öflugt fjarskiptakerfi og neyðarkerfi, TETRA, tryggir örugg samskipti og tengingu öryggisvarða í staðbundnum verkefnum við traust bakland Securitas, svo sem við stjórnstöð og fjölmarga öryggisverði í farandgæslu sem eru stöðugt á ferðinni um allt höfuðborgarsvæðið.
Eftirlit með verklagi og framkvæmd
Innra gæðaeftirlit
Innra gæðaeftirlit Securitas tekur út verklag og framkvæmd á starfi öryggisvarða. Það aðhald tryggir að farið sé eftir verklagsreglum Securitas og áherslum og að þjónustan sé almennt í samræmi við væntingar þjónustukaupa.
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf sérfræðinga okkar þér að kostnaðarlausu.