Snjöll leið til að bæta öryggi fyrirtækisins og hagræða
Hjá Securitas fá fyrirtæki fullkomnar öryggislausnir eftir þörfum hverju sinni. Þrautreyndir sérfræðingar Securitas meta áhættuþætti og velja rétta búnaðinn til að bæta öryggi fyrirtækisins.
Nútíma öryggiskerfi eru ekki einungis til að verja fyrirtækið því þau geta skilað mikilvægum upplýsingum um reksturinn og hægt að nýta þau til hagræðingar í rekstri.
Hafðu samband við sérfræðinga Securitas og fáðu nánari upplýsingar hvernig þitt fyrirtæki getur styrkt stöðu sína.
Allt til að tryggja öryggi í fyrirtækinu og meira til
Hjá Securitas geta fyrirtæki fengið alhliða öryggisþjónustu og öryggiskerfi sem geta tryggt:
- Vakandi augu allan sólarhringinn
- Eftirlit með aðgengi að fyrirtækinu
- Öflugar brunavarnir
- Mönnuð öryggisgæsla
- Eftirlit og viðbrögð við breytingum á hitastigi
- Viðbragð við leka í vökvaformi eða gasformi
- Stjórnun aðgerða í gegnum tölvu eða snjallsíma
- Tenging við öflugt viðbragðsafl 24/7
Fullkomin aðgangsstýring
Með Firmavörn má stjórna aðgengi að fyrirtækinu hvar og hvenær sem er gegnum nettengingar. Stofna má aðgangsheimildir, loka aðgengi til lengri eða skemmri tíma hvort sem það á við um starfsfólk og eða t.d. iðnaðarmenn.
Auðvelt er að sjá hvenær starfstöð var opnuð og/eða lokað auk þess að fylgjast með öllu sem skiptir máli í gegnum eitt app.
Með einu og sama appinu má fylgjast með öllum starfsstöðvum fyrirtækis auk þess að fylgjast með heimili og sumarhúsi fyrir notendur sem eru með Heimavörn og Sumarhúsavörn.
Öflug vörn gegn innbrotum
Sérfræðingar Securitas hafa áralanga reynslu af því að setja upp varnir gegn innbrotum og þjófnaði. Með því að koma fyrir réttu skynjurunum á réttum stöðum, bæði hreyfiskynjurum og opnunarskynjurum, er hægt að greina hreyfingar og eða umgang í fyrirtækinu.
Kerfið er svo tengt öflugu viðbragðsafli Securitas allan sólarhinginn.
Sterkar brunavarnir og sjálfvirk slökkvikerfi
Fyrstu viðbrögð við brunaboðum geta skipt öllu máli. Tjón af völdum elds og reyks hafa reynst ómetanleg. Með þéttu neti reykskynjara og sjálfvirkra slökkvikerfa má koma í veg fyrir tjón.
Vakandi fyrir lekum
Tjón af völdum leka geta verið verulega stór og afar kostnaðarsöm. Með því að staðsetja vatnsnema og eða gasskynjara á réttum stöðum er hægt að tryggja snör viðbrögð ef eitthvað fer úrskeiðis.
Öflugt viðbragðsafl allan sólarhringinn
Öll fyrirtæki sem eru með Firmavörn eru tengd stjórnstöð Securitas og öflugu viðbragðsafli allan sólarhringinn. Viðbragðsafl Securitas hefur bjargað ómældum verðmætum hjá viðskiptavinum sínum með snörum og öruggum viðbrögðum.
Nærri endalausir möguleikar
Öryggisþjónusta Securitas opnar dýrmæta möguleika til þess að auka öryggi og hagræði í fyrirtækjum.
NOTENDUR
Sjálfvirkar og sérsniðnar skýrslur um það hvaða starfsfólk var á staðnum og hver opnaði eða gekk frá fyrir lokun. Einnig greiningar á umferð um viðkvæm rými fyrirtækisins og hvort einhver umgangur sé þegar hann á ekki að vera. Í appinu má auðveldlega og án aukakostnaðar stofna tímabundinn aðgang fyrir notendur, t.d. ef iðnaðarmenn eru að vinna í fyrirtækinu eða þegar afleysingafólk kemur til starfa í nokkra daga eða vikur. Kerfin má stilla með auðveldum hætti eftir þörfum hverju sinni.
ÖRYGGI OG YFIRSÝN
Sjálfvirkar tilkynningu ef dyrnar standa opnar óeðlilega lengi eða ef þær eru opnaðar eftir lokun. Gögn frá skynjurum eru einnig vistuð í Business Insights gagnagrunni sem gefur möguleika á að skoða mynstrið í umgangi í fyrirtækinu eftir vikum, dögum eða klukkustundum.
Mögulegt er að nýta gögn og skýrslur úr Firmavörn til að auðvelda ákvarðanir varðandi starfsmannahald, skipulag eða orkunotkun svo dæmi séu tekin. Hægt er að fylgjast með umgangi og skilgreina álagstíma með mikilli nákvæmni og koma þannig auga á frávik eða mynstur í starfseminni.
NÝTT STARFSFÓLK?
NÝ HÆTTUR STARFSMAÐUR?
FYLGSTU MEÐ UMGENGNI
Yfirlit yfir umferð um innganga eftir lokun eða hvort hurðir og gluggar séu upp á gátt og sói þar með orku eða bjóði hættunni heim. Sjáðu hverjir hafa tekið kerfið af verði og hvenær.
FYLGSTU MEÐ HVAR SEM ÞÚ ERT
Firmavörn veitir möguleika á að stýra öryggiskerfinu og fylgjast með því sem er að gerast í fyrirtækinu hvar sem er í gegnum Internettenginar. Kerfið auðveldar að greina á milli alvarlegra og saklausra boða frá skynjurum og sendir tilkynningar ef óeðlilegur umgangur er um viðkvæm svæði á vinnustaðnum.
INNBROTAVÖRN
Sérfræðingar Securitas aðstoða við að velja skynjara sem henta þínum þörfum og skipulagi húsnæðisins.
Hægt er að fá hreyfiskynjara með myndavél og stilla þannig að á henni kvikni við hreyfingu þegar enginn á að vera á staðnum.
Með þessu móti má greina hratt hvort eitthvað alvarlegt er á seyði eða að hreyfingin eigi sér eðlilegar skýringar.
Hurða- og gluggaskynjarar láta vita ef eitthvað er opið sem ætti að vera lokað, til dæmis bakdyr eða skrifstofugluggi.
MYNDEFTIRLIT
Mögulegt er að fá mismunandi úti- og innimyndavélar fyrir Firmavörn. Með þeim getur þú gengið úr skugga um að allt sé í sómanum meðan þú ert fjarri fyrirtækinu.
Myndavélar með hreyfiskynjara sjá til þess að ekkert fari framhjá vökulu auga kerfisins sem sendir þér myndskeiðin beint í símann eða annað snjalltæki.
UMGANGUR
Stilla má ljós á sjálfstýringu þannig að birta sé hæfileg á opnunartíma og öryggislýsing kvikni ávallt eftir lokun.
BRUNAVÖRN
Reykskynjarar eru sítengdir stjórnstöð Securitas sem er alltaf á vaktinni. Þannig er hægt að bregðast við brunaviðvörunum hvort sem einhver er á vinnustaðnum eða ekki.
Eldsvoðar ógna bæði lífi og verðmætum. Með brunavörn Securitas margfaldar þú öryggi fyrirtækisins og starfsfólksins.
VATNSLEKAVÖRN
Vatnsskynjari lætur vita ef vatn byrjar að flæða og getur þannig forðað miklu tjóni með því að stytta viðbragðstíma.
GASLEKAVÖRN
Gas er víða notað til eldunar, t.d. á veitingastöðum og í mötuneytum, eða við vinnu á verkstæðum eða sem hitagjafi.
Þótt ströngustu reglum um búnað og staðsetningu gaskúta sé fylgt er aldrei hægt að útiloka leka.
Gasleki getur skapað gríðarlega hættu í fyrirtækinu og getur gasskynjari forðað stórslysi.
HITASTÝRING
Með sjálfvirku hitastýrikerfi er mögulegt að hafa rétt hitastig í öllum rýmum fyrirtækisins, t.d. tölvuherbergjum og kælirýmum, yfir daginn og spara þannig orku og auka vellíðan starfsfólks.
LJÓSASTÝRING
Stilltu ljósin á sjálfstýringu þannig að birta sé hæfileg á opnunartíma og öryggislýsing kvikni ávallt eftir lokun.
SNJALLTENGI
Með snjalltengi getur þú stýrt notkun einstakra raftækja svo sem ljósa og lampa, sjónvarpsskjáa, hljómtækja eða hverju því sem gengur fyrir rafmagni.
Þau má nota til að fjarstýra öðrum búnaði eða lögnum t.d. rofa á vatns- eða gaslögnum til að stöðva leka um leið og vart verður við hann.
Hægt er að gera flýtival fyrir snjalltengi og í raun takmarkast notkunarmöguleikarnir við lítið annað en hugmyndaflugið.
SPENNUVAKT
Það getur hent að öryggi slái út og rafstraumur fari af viðkvæmum tækjum í fyrirtækinu. Ef enginn er á staðnum þegar slíkt gerist getur straumrof valdið verulegu tjóni.
Stjórnstöð Securitas verður samstundis vör við það ef rafmagn fer af öryggiskerfi fyrirtækisins og með snjalltengjum við viðkvæman búnað og tæki sem ekki mega við straumrofi berast boð um leið og eitthvað slær út.
FLÝTIVAL
Í appinu getur þú sett upp mismunandi flýtival til að stilla kerfi og tengdan búnað með einni snertingu.
Þannig getur þú við opnun tekið öryggiskerfið af, kveikt ljós, breytt virkni myndavéla og stillt hita ef fyrirtækið er þannig útbúið.
Sérsniðin Firmavörn að þörfum fyrirtækisins
ALLT Í EINU APPI
Hjartað í Firmavörn liggur í appinu. Þaðan geta stjórnendur og umsjónarfólk stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þau eru í sambandi á annað borð og fengið tilkynningar, áminningar og gagnlegar skýrslur sendar sjálfkrafa.
Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist.
Hafðu auga með fyrirtækinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.
Notendur geta verið með Heimavörn og Sumarhúsavörn allt í sama appi með Firmavörn.
Algengar spurningar og svör
Kerfið frá Alarm.com er með bestu öryggisstaðla sem boðið er upp á vegna slíkra kerfa. Um 6 milljónir viðskiptavina í Evrópu og Ameríku nota kerfið daglega.
Appið líkt og bankaöpp og fleiri slík sem vinna með viðkvæmar fjárhagslegar eða persónulegar upplýsingar, er varið með aðgangskóða líkt og hefðbundið öryggiskerfi. Þó að notandi týni snjallsímanum þá getur sá sem finnur símann ekki komist inn í kerfið nema með rétta aðgangskóðanum.
Hægt er að veita ein mörgum starfsmönnum aðgang að kerfinu og þurfa þykir. Það kostar ekkert aukalega því aðeins eitt gjald er fyrir hvert fyrirtæki. Hægt er að veita tímabundinn aðgang eða fullan og ótakmarkaðan, allt eftir óskum þess sem stýrir kerfinu.
Apple snjalltæki þurfa að hafa iOS 8.0 stýrikerfi eða nýrra. Það eru símarnir iPhone 4s og nýrri, iPad mini og iPad 2 og nýrri.
Firmavörn styður öll Android tæki síðustu fjögurra ára sem og mörg sem eru eldri en það.
Kerfið vinnur á GSM og heldur allri öryggisvirkni þó að Internetið sé niðri. Samband við myndavélar gæti hins vegar rofnað.
Alarm.com varð fyrir valinu sem samstarfsaðili Securitas. Þetta bandaríska fyrirtæki þjónar um 6 milljónum viðskiptavina og fellur vel að þeim öryggiskröfum sem Securitas gerir til samstarfsaðila. Kerfið þeirra uppfyllir alla evrópska öryggisstaðla og lög um persónuvernd.
Securitas bregst við öllum öryggisboðum eins og í öðrum öryggiskerfum. Ef kerfið sendir frá sér bruna-, vatnsleka-, gasleka- eða innbrotaboð þá fer næsti bíll á vettvang.
Á sama tíma fer annar bíll frá höfuðstöðvum og á meðan er haft samband við tengilið(i). Tengiliður getur (t.d. eftir að hafa kannað stöðu kerfis í símanum sínum) afturkallað útkall eða staðfest ástand og þannig einfaldað aðkomu þriðja aðila að málunum.
Kerfið frá Alarm.com er með bestu öryggisstaðla sem boðið er upp á vegna slíkra kerfa. Um 6 milljónir viðskiptavina í Evrópu og Ameríku nota kerfið daglega.
Appið, líkt og bankaöpp og fleiri slík sem vinna með viðkvæmar fjárhagslegar eða persónulegar upplýsingar, er varið með kóða eins og venjulegt öryggiskerfi.
Þó að notandi týni símanum þá getur annar notandi ekki komist inn í kerfið.
Eingöngu viðskiptavinurinn/notandinn hefur aðgang að myndavélunum. Hann stjórnar því hvenær þær eru virkar, hvenær og hvernig þær taka upp og hverjir geta skoðað.
Undir engum kringumstæðum getur starfsfólk Securitas farið inn á myndavélar án leyfis notanda.
Hægt er að veita eins mörgum starfsmönnum aðgang að kerfinu og þurfa þykir. Það kostar ekkert aukalega því aðeins er eitt gjald fyrir hvert fyrirtæki.
Hægt er að veita tímabundinn aðgang eða fullan og ótakmarkaðan, allt eftir óskum þess sem skráður er fyrir kerfinu.
Snjalltengi eru millistykki sem sett eru á rafmagnstæki sem viðkomandi vill stjórna, svo sem á ljós, ofn, kaffivél eða sjónvarp sem síðan er stjórnað með appinu.
Hægt er að stilla á ýmsa sjálfvirkni á borð við að slökkva og kveikja á ákveðnum tímum eftir að öryggiskerfi hefur verið sett á vörð eða á ákveðnum tímum sólarhringsins.
Það fer eftir óskum viðskiptavinar, en í grunninn er alltaf öryggiskerfi, tengt stjórnstöð Securitas sem bregst við öllum nauðsynlegum aðstæðum.
Innifalið í mánaðargjaldi er app og vefþjónusta á íslensku (eða því tungumáli sem óskað er eftir). Tæknimenn Securitas sjá um uppsetningu á kerfinu og því fylgir að sjálfsögðu ábyrgð.
Við kerfið er svo hægt að bæta eftir þörfum, en auk þess er Firmavörn+ byggð á kerfi sem er stöðugt í þróun og sífellt bætast við skemmtilegir og nytsamir hlutir sem einfalda viðskiptavinum lífið.
Já, Firmavörn er í grunninn öryggiskerfi með allri þeirri þjónustu sem því fylgir hjá Securitas: stjórnstöð sem er á vakt allan sólarhringinn alla daga ársins, viðbragðsafli og þjónustu frá sérþjálfuðum öryggisvörðum.
Öryggisverðir fara á bílum um þjónustusvæði Securitas víðs vegar um landið þar sem „okkar vakt lýkur aldrei“. Appið er hluti af öryggiskerfinu og þeirri þjónustu sem mánaðargjaldið felur í sér.
Fjölbreytt úrval af öryggismyndavélum með og án hreyfiskynjara.
Grunnpakkinn inniheldur eftirtalið:
- Öryggiskerfi
- Beinir (router, innifalinn í mánaðargjaldi)
- Lyklaborð/talnaborð
- App og vefviðmót
- Reykskynjari
- Vatnsnemi
- Hreyfiskynjari
- Hurðarnemi/segulrofi
- Snjalltengi
- Uppsetning og kennsla
- Hvert kerfi er sett upp miðað við þarfir viðkomandi fyrirtækis
Viðskiptavinum Securitas með Firmavörn verður boðið að uppfæra Firmavörnina, gera hana snjalla.
Það verður kynnt ítarlega fyrir viðskiptavinum Securitas þegar sá tími kemur. Það verður ákvörðun viðskiptavinanna hvort þeir halda áfram með eldri Firmavörn eða fái nýja snjalla Firmavörn.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa í síma 580-7000 eða með tölvupósti á securitas@securitas.is
Fáðu aðstoð ráðgjafa
Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Firmavörn býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið í fyrirtækinu. Í sameiningu finnum við lausnina sem hentar þínum aðstæðum.
580-7000
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Firmavörn
Hafþór Theódórsson
Öryggisráðgjafi
Gestur Guðjónsson
Viðskiptastjóri
Heiða Björk Júlíusdóttir
Viðskiptastjóri
Securitas birtir sjálfbærniuppgjör í annað sinn sem nær yfir öll rekstrarsvið og starfsstöðvar félagsins. Auk Securitas, þá eru dótturfélögin Vari fasteignafélag ehf. og Geymslur ehf. tekin með í losunarbókhaldið. Árið er gert upp m.t.t. losunar
Securitas þjónustar Iceland Parliament Hotel með allar öryggislausnir. Um er að ræða bruna- og innbrotaviðvörunarkerfi, aðgangsstýringar auk myndeftirlit. Hilton hótelkeðjan er með háa öryggisstaðla og gerir miklar kröfur; í mörgum tilfellum meiri en íslensk lög
Hótel Hálönd er nútímalegt hótel þar sem gestirnir afgreiða sig sjálfir, hvar og hvenær sem þeim hentar. Hótelið er staðsett við rætur Hlíðarfjalls með frábæru útsýni yfir Akureyri og víðsýnt er til allra átta. Þegar
Þjónusta Securitas er virðisaukandi fyrir starfsfólk Geymslu24 og viðskiptavini fyrirtækisins, með auknu öryggi og frelsi til athafna. ÁSKORANIR Geymsla24 er eitt fullkomnasta geymsluhúsnæði landsins og er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna-