Sjálfbærniuppgjör Securitas 2023

Securitas birtir sjálfbærniuppgjör í annað sinn sem nær yfir öll rekstrarsvið og starfsstöðvar félagsins. Auk Securitas, þá eru dótturfélögin Vari fasteignafélag ehf. og Geymslur ehf. tekin með í losunarbókhaldið. Árið er gert upp m.t.t. losunar í samræmi við UFS leiðbeiningar Nasdaq, GHG Protocol ásamt GRI, til að halda samanburðarhæfni í upplýsingagjöf milli ára. Uppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti félagsins. 

Á árinu 2023 var tekið stórt skref til að greina stöðu félagsins og hefur Securitas hafið þá vinnu að greina hvaða sjálfbærniþættir eru mikilvægastir með framkvæmd tvöfaldrar mikilvægisgreiningar. Árið 2024 mun einkennast af undirbúningi fyrir skýrslugjöf  í samræmi við Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD). 

Sjálfbærniuppgjör Securitas 2023

Umhverfisstefnu félagsins má nálgast hér

Reynslusaga viðskiptavinar – Iceland Parliament Hotel

Securitas þjónustar Iceland Parliament Hotel með allar öryggislausnir. Um er að ræða bruna- og innbrotaviðvörunarkerfi, aðgangsstýringar auk myndeftirlit. Hilton hótelkeðjan er með háa öryggisstaðla og gerir miklar kröfur; í mörgum tilfellum meiri en íslensk lög og reglur um öryggismál segja til um. Rekstraraðilar hótelsins og fulltrúar hótelkeðjunnar meta þjónustu Securitas þannig að hún hafi farið fram úr þeirra væntingum.

ÁSKORANIR

Aðgengi

Starfsfólk og gestir hótela þurfa að geta komist leiðar sinnar innan hótelsins á öllum tímum sólarhringsins. Til að tryggja hnökralaus samskipti starfsfólks og gesta er nauðsynlegt að hægt sé að stýra aðgengi á einfaldan og skilvirkan máta með aðgangsstýringu sem stenst ströngustu kröfur nútímans.

Öryggi

Öryggisstaðall Hilton er afar metnaðarfullur og inniheldur kröfur sem ganga lengra en íslenskar reglur segja til um. Það rennir enn styrkari stoðum undir eitt af lykilatriðum í hótelrekstri, sem er að tryggja öryggi gesta. Gestir hafa
miklar væntingar varðandi eigið öryggi og leggja mikið uppúr því að fyllsta öryggi sé alltaf til staðar.

Gæði

Öryggi gististaða er mikilvægt fyrir stóran hóp ferðalanga við val á gististað. Á Iceland Hotel Parliament eru öryggislausnir í gæðaflokki sem vekja athygli margra viðskiptavina við val á gististað. Erlend flugfélög, ferðaskrifstofur og stofnanir sem þurfa gistingu fyrir sitt starfsfólk leggja mikla áherslu á öryggi. Þau framkvæma oft ítarlegar úttektir og kannanir á öryggismálum hótela áður en þau velja samstarfsaðila.

„Samstarfið við Securitas hefur verið langt og farsælt. Það hefur skapast mikil reynsla og þekking sem nýtist daglega, þetta er svolítið eins og gott hjónaband.“ Gylfi Jónasson, öryggisstjóri Iceland Parliament Hotel.

LAUSNIR

ÖRYGGI

  • Öryggislausnir Securitas uppfylla strangar kröfur Hilton-keðjunnar, m.a. um brunavarnir og stýringar á búnaði sem er beintengdur brunavarnarkerfinu, s.s. lyftur, sýningartjöld og hljóðkerfi í opnum rýmum.
  • Myndavélaeftirlit á opnum svæðum og utanhúss hótel hjálpar svo til við að fylgjast með umgengi um hótelið.

 

AÐGENGI

  • Nær allar hurðir á hótelinu eru aðgangsstýrðar með aðgangsstýrikerfi Securitas. Öll hótelherbergi, auk þjónusturýma og annarra rýma í húsinu eru aðgangsstýrð. Með réttum og viðeigandi aðgangsheimildum eykur þessi búnaður öryggi og skapar vellíðan og ró hjá starfsfólki og gestum. Þá má geta þess að árásarhnappar eru beintengdir stjórnstöð Securitas sem getur sent bæði öryggisverði og lögreglu á vettvang þegar þess gerist þörf.

 

EFTIRFYLGNI

  • Hilton gerir miklar kröfur um úttektir á öllum kerfum meðan á byggingu hótels stendur sem og í daglegum rekstri þess. Sérfræðiþekking Securitas var því nauðsynleg á byggingarstiginu og skjót viðbrögð sérfræðinga við að aðlaga kerfin að hinum miklu kröfum sem Hilton gerir skipti sköpum við að ná að klára lokaúttekti

 

ÞRÓUN

  • Vöruþróun Securitas hefur meðal annars tekið mið af og staðist síauknar kröfur ferðamanna með ári hverju. Kröfurnar sem Hilton hótelkeðjan gerir til Iceland Parliament Hotel varðandi öryggi og brunavarnir eru miklar en samstarf Securitas og hótelsins við að uppfylla þær hefur gengi vel þar sem væntingum og hraðri þróun í öryggismálum hefur verið mætt.

,,Sérfræðingar Securitas voru fljótir að bregðast við og mæta þörfum Hilton varðandi öryggismál“ – Gylfi Jónasson, öryggisstjóri Iceland Parliament Hotel.

Upplifun gesta er grundvallaratriði í hótelrekstri og þar skiptir aðgengið miklu máli. Allar lausnir þurfa að virka á öllum stundum, en þjónusta Securitas við lausnirnar er ekki síður nauðsynleg. Ef bregðast þarf við óvæntum atburðum tengdum lausnum Securitas, þá er þjónustuver Securitas skjótt að útvega rétta aðstoð á staðinn og utan opnunartíma kallar stjórnstöð Securitas út viðeigandi bakvakt.

Reynslusaga viðskiptavinar – Hótel Hálönd

Hótel Hálönd er nútímalegt hótel þar sem gestirnir afgreiða sig sjálfir, hvar og hvenær sem þeim hentar. Hótelið er staðsett við rætur Hlíðarfjalls með frábæru útsýni yfir Akureyri og víðsýnt er til allra átta. Þegar hótelgestir hafa bókað og staðfest dvöl sína fá þeir sendan aðgangskóða að hótelinu innan 15 mínútna eftir að bókun er staðfest.

ÁSKORANIR

Aðgengi

Eitt af aðalmarkmiðum eigenda og rekstraraðila hótelsins var að hafa hótelið ómannað og gera gestum kleift að afgreiða sig sjálfir. Meðal helstu áskorana var því að tryggja að auðvelt væri að stýra aðgengi gesta og starfsfólks innan hótelsins; hvort sem um ræðir aðgang að herbergjum eða geymslum fyrir skíði, hjól og annan tilheyrandi frístundarbúnað.

Öryggi

Mjög mikilvægt er að gestir upplifi á öllum stundum öryggi og traust meðan á dvöl þeirra stendur. Þar sem ætlunin er að hafa lágmarksfjölda starfsmanna er nauðsynlegt að geta fylgst með og fengið tilkynningar í síma eða tölvu þegar þörf er fyrir viðbrögð starfsfólks.

Hagkvæmni

Að gestir geti án vandkvæða bókað herbergi með skömmum fyrirvara og fengið sjálfvirka upplýsingagjöf um hvernig gengið er um hótelið, er beggja hagur. Engin þörf er því fyrir afhendingu lykla og lásar á hurðum eru nánast hvergi sjáanlegir á hótelinu. Með nútímatækni og sjálfsafgreiðslu á öllum tímum sólarhrings er hægt að halda verði á hótelgistingu í lágmarki.

„Samstarfið við Securitas hefur verið farsælt og má þá sérstaklega nefna liðlegheit og snögg viðbrögð þegar mikið liggur við.“ Írena Elínbjört, framkvæmdastjóri og hótelstjóri Hótel Hálanda.

LAUSNIR

Öryggi

  • Tryggja þurfti að aðgangskóðar væru einungis nothæfir meðan á bókunartíma stendur og að þeir myndu eyðast eftir að gestir hafa yfirgefið hótelið.
  • Myndeftirlitskerfi var sett upp á nauðsynlegum stöðum svo auðvelt væri að fylgjast með og tryggja öryggi gesta á hótelinu

 

Hagkvæmni

  • Keyrsla á milli aðgangsstýrikerfisins og bókunarkerfisins fer fram á 15 mínútna fresti svo auðvelt er fyrir gesti að bóka herbergi með skömmum fyrirvara á hvaða tíma sólahrings sem er. Með þessari lausn er mögulegt fyrir hótelið að vera nánast ómannað starfsfólki og sparast því töluverður kostnaður í rekstrinum. Þægindin fyrir gestina eru einnig umtalsverð og sparast m.a. sá tími sem alla jafna fer í að skrá sig inn og út af hóteli, ásamt því að þurfa ekki að halda utanum lykil eða aðgangskort.

 

AÐGENGI

  • Áhersla var lögð á að aðgengi fyrir gesti yrði lyklalaust og að viðskiptavinir myndu fá aðgangskóða við bókun sem væri notaður til þess að komast inn á hótelið og í rétt herbergi. Aðgangsstýrikerfi frá Securitas sem ,,talar við“ bókunarkerfi hótelsins, leysti þessa áskorun. Kerfin vinna þannig saman og búa til aðgangskóða fyrir hverja bókun. Sami aðgangskóði gildir fyrir sérútbúna þurrskápa í skíða- hjólageymslu frir hvert herbergi.

 

„Í byrjun voru ekki margir sem höfðu trú á hugmyndum okkar um ómannað hótel, en snjallar tæknilausnir í samstarfi við Securitas hafa breytt því“ – Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS byggir og eigandi Hótel Hálanda.

Reynslusaga viðskiptavinar – Geymsla 24

Þjónusta Securitas er virðisaukandi fyrir
starfsfólk Geymslu24 og viðskiptavini
fyrirtækisins, með auknu öryggi og frelsi
til athafna.

ÁSKORANIR

Geymsla24 er eitt fullkomnasta geymsluhúsnæði landsins og er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og öryggisvarnir ásamt aðgangsstýringum. Geymsla24 hóf starfsemi í mars árið 2015 að Skemmuvegi 4 í Kópavogi. Viðskiptavinir Geymslu24 hafa aðgang að sínu geymsluplássi allan sólarhringinn, allan ársins hring með rafrænu aðgangskerfi frá Securitas.

AÐGENGI

Gott aðgengi er lykilatriði fyrir viðskiptavini fyrirtækis sem leigir út geymslurými. Það er því mikilvægt fyrir þjónustuaðila eins og Geymslu24 að geta boðið upp á notendavæna og skilvirka aðgangsstýringu.

ÖRYGGI

Starfsfólk og viðskiptavinir vilja vera þess fullviss að eigur þeirra í geymslum séu öruggar. Bruna- og innbrotavarnir, auk aðgangsstýringar, eru því mikilvægir þættir í að tryggja örugga geymslu.

HAGKVÆMNI

Hámörkun á hagkvæmni og þægindum er mikils virði fyrir starfsfólk. Það er því dýrmætt fyrir Geymslu24 að geta nýtt sér skilvirkt og öflugt öryggis- og aðgangsstýringarkerfi sem eykur hagræðingu í starfseminni.

ÁSKORANIR

Geymsla24 er eitt fullkomnasta geymsluhúsnæði landsins og er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og öryggisvarnir ásamt aðgangsstýringum. Geymsla24 hóf starfsemi í mars árið 2015 að Skemmuvegi 4 í Kópavogi. Viðskiptavinir Geymslu24 hafa aðgang að sínu geymsluplássi allan sólarhringinn, allan ársins hring með rafrænu aðgangskerfi frá Securitas.

AÐGENGI

Gott aðgengi er lykilatriði fyrir viðskiptavini fyrirtækis sem leigir út geymslurými. Það er því mikilvægt fyrir þjónustuaðila eins og Geymslu24 að geta boðið upp á notendavæna og skilvirka aðgangsstýringu.

ÖRYGGI

Starfsfólk og viðskiptavinir vilja vera þess fullviss að eigur þeirra í geymslum séu öruggar. Bruna- og innbrotavarnir, auk aðgangsstýringar, eru því mikilvægir þættir í að tryggja örugga geymslu.

HAGKVÆMNI

Hámörkun á hagkvæmni og þægindum er mikils virði fyrir starfsfólk. Það er því dýrmætt fyrir Geymslu24 að geta nýtt sér skilvirkt og öflugt öryggis- og aðgangsstýringarkerfi sem eykur hagræðingu í starfseminni.

,,Brunavarnir og aðgangstýringar frá Securitas veita viðskiptavinum mínum ró og öryggistilfinningu gagnvart því að geyma eigur sínar í geymslu hjá okkur“
-Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Geymslu24

LAUSNIR

ÖRYGGI

Öryggi skiptir fólk höfuðmáli þegar það velur sér geymslu fyrir persónulegar eigur sínar. Með öryggis- og brunakerfi frá Securitas, sem fer fram úr væntingum og kröfum eftirlitsaðila, geta viðskiptavinir Geymslu24 gengið áhyggjulausir að örygginu vísu.

Neyðarútgönguleiðir eru einstaklega vel merktar með ljósaskiltum og skýrum merkingum sem hjálpa fólki að komast út úr byggingunni ef upp kemur eldur eða reykur.

Aðgangsstýringarkerfið veitir viðskiptavinum Geymslu24 gott yfirlit og vitneskju um hverjir hafa aðgang að hvaða svæði og hvenær aðgangur er notaður. Kerfið tryggir þannig öryggi allan sólarhringinn.

Starfsfólk Geymslu24 getur verið visst um að stjórnstöð Securitas er alltaf til staðar ef þörf krefur. Þjónusta Securitas veitir starfsfólki Geymslu24 bæði öryggistilfinningu og tíma til annarra verkefna.

HAGKVÆMNI

Með aðgangsstýringu frá Securitas fæst aukin hagræðing í rekstri Geymslu24 þar sem hægt er að bjóða upp á öruggan aðgang að geymslum allan sólarhringinn án þess að hafa starfsfólk Geymslu24 á staðnum.

Geymsla24 kann að meta aukna þjónustu og aukið öryggi og kýs það fram yfir annað. Framúrskarandi bruna- og öryggiskerfi frá Securitas gerir Geymslu24 eftirsóknarverðan kost þegar kemur að vali á geymsluhúsnæði.

FRELSI

Aðgangsstýringarkerfið gerir viðskiptavinum kleift að nálgast eigur sínar hvenær sem er sólarhringsins. Frelsi viðskiptavina er því algjört, rétt eins og þeir væru í geymslunni heima hjá sér.

Með öryggis- og brunavarnakerfi Securitas er starfsfólk Geymslu24 ekki bundið við að vera á staðnum ef upp koma bruna- eða öryggisvandamál. Starfsfólkið fær tilkynningu í símann sinn ef eitthvað slíkt gerist; ef það sér ekki skilaboðin fær stjórnstöð Securitas jafnframt tilkynningu og öryggisvörður mætir á svæðið.

Rafræn aðgangsstýring veitir þannig starfsfólki frelsi og tíma til annarra verkefna því viðskiptavinir hafa beinan aðgang að sinni geymslu. Viðskiptavinurinn getur ákveðið hversu margir hafa aðgang og á hvaða tíma sá aðgangur á að vera.

,,Slökkviliðið þakkar lofsverða hirðusemi um veigamikla öryggisþætti og hvetur Geymslu24
jafnframt til að halda áfram því sem vel er gert varðandi eldvarnir húsnæðisins sem er án
athugasemda við eldvarnarskoðun.“
-Örn Harðarson, verkefnastjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.


Click here

Fyrsta sjálfbærniuppgjör Securitas

Securitas birtir í fyrsta sinn sjálfbærniuppgjör fyrir samstæðuna sem nær yfir öll rekstrarsvið og starfsstöðvar félagsins. Auk Securitas, þá eru dótturfélögin Vari fasteignafélag ehf. og Geymslur ehf. tekin með í losunarbókhaldið. Árið 2022 er gert upp m.t.t. losunar og í samræmi við UFS leiðbeiningar Nasdaq, GHG Protocol ásamt Global Reporting Initiative. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma helstu upplýsingar um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti félagsins.

Securitas notast við umhverfisstjórnunarkerfi Klappa grænna lausna hf., sem var innleitt árið 2021, til að safna gögnum um kolefnisspor félagsins úr innri kerfum þess og frá birgjum. Kerfið aðstoðar félagið að safna rauntímagögnum úr virðiskeðjunni og miðlar upplýsingum, sem tengjast sjálfbærni. Markmið Securitas er að ná mælanlegum árangri í sjálfbærnimálum, til þess að öðlast skilning á stöðu félagsins, sem hjálpar við stefnumótun og upplýsta ákvörðunartöku.

Kolefnisbókhald Securitas nær til losunar gróðurhúsalofttegunda fyrir umfang 1 og 2, auk losunar frá þremur flokkum í umfangi 3 og var heildarlosun samstæðunnar 766 tCO2í. Stærsti losunarvaldur Securitas er eldsneytisnotkun farartækja þar sem félagið rekur stóran bifreiðaflota, eða í kringum 150 bifreiðar, og er stöðugt unnið að umbótum til að draga úr þeim umhverfisáhrifum sem rekstur flotans getur haft í för með sér. Markmið er að fjárfesta í enn fleiri rafmagnsbílum, þar sem því er viðkomið, til að draga frekar úr losun.

Sjálfbærniuppgjör Securitas 2022

Umhverfisstefnu félagsins má nálgast hér

Vegna verkfallsboðunnar öryggisvarða í Eflingu stéttarfélagi

Mánudaginn 20.febrúar kl. 18:00 lauk kosningu öryggisvarða í Eflingu stéttarfélagi um verkfallsboðun. Verkfallsboðun var samþykkt sem  hefst að óbreyttu kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 28.febrúar nk. Um ótímabundnar vinnustöðvanir eru að ræða.

 

Í sérkjarasamningi Securitas og Eflingar stéttarfélags er ákvæði þar sem segir að það sé sameiginleg afstaða samningsaðila að öryggisfyrirtæki hafi mikla sérstöðu meðal atvinnugreina, og sé viðkvæm fyrir vinnudeilum. Því eru í samningnum undanþáguákvæði sem hafa það að markmiði að tryggja öryggi almennings, heimila, fyrirtækja og stofnanna.

 

Securitas mun sækja um undanþágu frá verkfalli í samræmi við ofangreind ákvæði.

Um leið og svar fæst varðandi undanþágubeiðnina mun Securitas upplýsa um næstu skref.

Mikilvægar upplýsingar varðandi PSTN og POTS tengingar

 
Kæru viðskiptavinir, 
 
Þau öryggiskerfi frá Securitas sem notast við PSTN og POTS gerð af símalínu eru fjarskiptafélögin á Íslandi að leggja niður á þessu ári. Það þýðir að eftir þessa breytingu munu öryggiskerfi sem notast við þessar tengingar ekki vera tengt stjórnstöð Securitas. 
 
Við viljum minna á að samkvæmt samningi er það á ábyrgð viðskiptavina að tryggja að fjarskiptasamband sé til staðar. Okkur er umhugað um öryggi viðskiptavina og hvetjum þá sem notast við PSTN og POTS tengingar til að bregðast við og tryggja að boð frá öryggiskerfi skili sér til stjórnstöðvar Securitas. 
 
Með öryggi að leiðarljósi biðjum við þig um að heyra í okkur sem fyrst í síma 580-7000 eða senda okkur tölvupóst á netfangið securitas@securitas.is til að tryggja áframhaldandi farsælt samband.  
 
Með bestu kveðju, 
Securitas 

Securitas hefur hafið samstarf með Landsbjörgu

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Securitas hófu nýlega samstarf um sölu á sjúkra- og eldvarnarbúnaði og ætla þannig að ná enn betur sameiginlegu markmið sínu um að auka öryggi almennings, enda gengur starfsemi beggja félaga að miklu leiti út á slysavarnir.

Slysavarnafélagið landsbjörg hefur til margra ára þjónustað atvinnulífið og almenning með sölu á vönduðum sjúkrakössum og séð um reglulega endurnýjun á innihaldi þeirra með það að leiðarljósi að tryggja að réttur búnaður sé til taks þegar slys ber að höndum.

Securitas hefur yfir 40 ára reynslu af því að gæta öryggis almennings, hvort sem er með fyrirbyggjandi hætti eða fumlausum viðbrögðum allan sólahringinn. Þar með mikla þekkingu á brunavörum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Styðja í leiðinni við starf björgunarsveita

Samstarfið gengur út að Securitas hefur tekið til sölu sjúkrakassa í vefverslun sinni og sjúkrakassaþjónusta Slysavarnafélagsins Landsbjargar þjónustar viðskiptavini sína með slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykjskynjara frá Securitas. Allur ágóði af sölu sjúkra- og öryggisvara rennur óskertur til starsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og nýtist því meðal annars í starfsemi fjölmargra björgunarsveita víða um land.

Það er ljóst fyrirbyggjandi aðgerðir, fræðsla og réttur öryggisbúnaður getur skipt sköpum í neyð og koma má í veg fyrir slys á fólki. Með samhentu átaki er stefnt að enn meiri árangri í þeim málum.

 

,,Við hjá Securitas erum ánægð með samstarfið við Landsbjörgu og vitum hversu mikilvægt starf þar er unnið. Markmið og vilji beggja félaga að bæta öryggi almennings og samstarf þetta mun enn frekar stuðla að því.“ -Erna Sigfúsdóttir, verkefnastjóri

Heimsmet í réttstöðulyftu með aðstoð Securitas

Einar Hansberg Árnason setti á dögunum heimsmet í réttstöðulyftu, hann lyfti samtals 528.090kg á einum sólarhring. 

Metið verður sett í heimsmetabók Guinnes en til þess að hægt væri að fá metið gilt fékk Einar aðstoð frá Securitas til þess að taka upp og vakta hann allan sólarhringinn.

Okkar menn Kjartan og Pétur settu upp upptökubúnaðinn og voru til taks allan sólarhringinn ef þeirra hefði verið óskað.

Frábært verkefni þar sem allir hjálpuðust að við að láta hlutina ganga upp.

 

„Það komu margir að þessu verkefni. Þar á meðal Securits, sem blésu heldur betur vind í seglin.“ – Einar Hansberg Árnason

 

Til hamingju Einar!

 

Hægt er að lesa um málið á vef Rúv hér

Snertilaus aðgangshlið í Smárabíó

Snillingarnir í Smárabíó hafa sett upp frábæra lausn sem gerir þeim kleift að opna eftir að hafa haft lokað vegna samkomutakmarkana sem í gildi hafa verið.

Snertilausu aðgangshliðin frá Securitas hafa verið sett upp við inngang kvikmyndahússins og munu gestir geta skannað aðgangsmiðann sinn og gengið inn. Með þessu tryggja þau öruggt umhverfi fyrir sína gesti og starfsfólk.

“Sjálfvirku hliðin eru frábær lausn sem gerir okkur kleift að bjóða upp á öruggt og þægilegt umhverfi fyrir bíógesti og starfsmenn á þessum krefjandi tímum. Uppsetningin á hliðunum gekk vel og þjónusta Securitas til fyrirmyndar“ – Lilja Ósk Diðriksdóttir Markaðstjóri 

Hér má sjá frétt sem mbl skrifaði um málið 

Hér má nálgast nánari upplýsingar um aðgangsstýringar frá Securitas.