BRUNAVIÐVÖRUNARKERFI
Kerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja
Vönduð brunaviðvörunarkerfi
Securitas býður vandaðar gerðir af brunaviðvörunarkerfum sem uppfylla fjölþættar þarfir notanda. Úrvalið tryggir að ávallt er hægt að velja hagkvæmustu lausnina fyrir viðskiptavininn.
Smærri kerfi eru gjarnan RÁSASKIPT KERFI en þegar um stærri kerfi er að ræða eru þau NÚMERUÐ KERFI. Krafa er gerð í byggingarreglugerð að sett skuli upp sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi í byggingum sem eru ætlaðar til ákveðinna nota.
Dæmi um það eru skrifstofu-, verslunarhúsnæði, skólar, veitingahús, dagvistunarstofnanir, iðnaðarhúsnæði og fleiri húsnæði
Brunaviðvörunarkerfi eru fyrst og fremst ætluð til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir tjón á eignum.
Meginreglur um sjálfvirka brunaviðvörun:
Setja skal sjálfvirkan búnað til að uppgötva eld á byrjunarstigi í öll mannvirki þar sem það er nauðsynlegt til að tryggja öryggi lífs, umhverfis og eigna. Brunaviðvörunin skal hæfa viðkomandi mannvirki og starfsemi þess. Hún skal geta gefið viðvörun um eld í mannvirkinu það tímanlega að allir innan þess geti komið sér út úr mannvirkinu af eigin rammleik eða með aðstoð annarra áður en hættuástand skapast. Brunaviðvörunin skal virka þó rafmagn fari af húsinu.
Brunaviðvörun skal henta þeim sem nota mannvirkið og skal vera greinileg í öllum rýmum þar sem slíks kerfis er krafist. Hljóðmerki skulu ávallt vera vel aðgreinanleg frá öðrum hljóðmerkjum og styrkur þeirra ákveðinn m.a. með hliðsjón af hávaða í byggingunni. Í starfsemi með miklum fólksfjölda eða sérstökum aðstæðum þar sem tryggja þarf skjót viðbrögð skal brunaviðvörun vera töluð skilaboð eða annað sambærilegt. Í mannvirkjum sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skal til viðbótar hljóðmerkjum bæta við annarri brunaviðvörun, s.s. ljósmerkjum vegna heyrnardaufra.
Viðurkenndur búnaður
Securitas annast innleiðingu á sjálfvirkum brunaviðvörunarkerfum
Þegar gerð er krafa um að sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi skuli vera í húsnæðinu er jafnframt gerð krafa um að brunastöðin sé af viðurkenndri gerð. Skylda er að hún sé tengd viðurkenndri vaktstöð sem vaktar boð frá kerfinu og bregst við boðum frá því.
Einnig er gerð krafa um að gerður sé þjónustusamningur um skoðun og viðhald brunaviðvörunarkerfisins við viðurkenndan aðila.
Securitas er með viðurkennda vaktstöð sem tekur á móti boðum frá brunakerfum og bregst við boðum frá þeim. Securitas veitir einnig sérhæfða þjónustu við reglubundnar skoðanir brunakerfa.
Möguleikar á þráðlausum einingum
Rásaskipt brunaviðvörunarkerfi
Rásaskiptri brunaviðvörunarstöð er skipt upp í rásir sem eru lagðar þannig að skynjarar á sömu rás eru settir upp á skilgreindu svæði byggingarinnar. Hver rás má mest hafa 20 skynjara og/eða handboða.
Þegar skynjari í rásaskiptu kerfi skynjar eld, getur stöðin ekki sýnt nákvæma staðsetningu eldboða, heldur aðeins á hvaða rás eldboð koma. Til þess að geta staðsett eldboðin nákvæmlega þarf því að finna þann skynjara á viðkomandi rás sem gefur eldboð. Skynjari í rásinni sem skynjar eld sýnir merki um eldboð með því að á honum logar rautt ljós. Í dag eru almennt ekki notaðar stærri rásaskiptar stöðvar en átta rása.
Rásaskiptar stöðvar eru notaðar í minni byggingum þar sem ekki þarf að skipta húsnæði í mörg svæði og skynjarafjöldi tilheyrandi hverju svæði er innan við 20.
Viðurkenndur búnaður
Númeruð brunaviðvörunarkerfi
Númerað brunaviðvörunarkerfi eða svo kallað vistfangskerfi (analog) er þannig uppbyggt að allir skynjarar og búnaður tengdur brunastöðinni fær ákveðið vistfang.
Stöðin getur því tilgreint hvaða skynjari gefur eldboð og þannig gefið upp nákvæma staðsetningu eldboða. Hægt er að stilla næmni skynjara og setja inn tímaseinkanir á fyrirfram skilgreind svæði.
Skynjarar, handboðar og hljóðgjafar sem tengjast hverri slaufu geta verið allt að 198. Ekki er nauðsynlegt að leggja slaufur eftir ákveðnum svæðum byggingarinnar þar sem auðveldlega má velja saman þá skynjara sem eiga að tilheyra sama svæði í forriti stöðvarinnar.
Securitas annast reglubundið eftirlit samkvæmt kröfum opinberra aðila um brunavarnir
Hentugt þar sem erfitt er að leggja kapla
Þráðlausar brunavarnir
Securitas býður þráðlausa reykskynjara, handboða, sírenur og ljós ásamt inn- og útgangseiningum sem uppfylla EN54:7 staðalinn.
Hægt er að tengja þennan þráðlausa búnað við Notifier analog vistfangskerfi þar sem hver þráðlaus skynjari hefur sitt eigið vistfang.
Hægt er að blanda saman víruðum og þráðlausum reykskynjurum sem mynda heildstætt brunakerfi.
Við erfiðar aðstæður og í stórum rýmum
Reyksogskerfi
Reyksogskerfi er eitt af áreiðanlegustu brunaviðvörunarkerfum gegn eldsvoða. Reyksogskerfið samanstendur af 1 eða 2 rörum sem með loftflæði skynja loftið sem sogað er inn í skynjunarhólf og greinir þar á milli reyks, ryks og annars konar lofttegunda.
Hentar vel í stórum húsum þar sem erfitt er að þjónusta venjulegan búnað; frystar, rakir staðir, vöruhús, gagnaver, gripahús og margir aðrir staðir.
Á öruggum svæðum
Biðsvæði / örugg svæði fyrir fatlaða
Örugg svæði eru í sérstöku brunahólfi sem skal ekki vera minna en 1,5m x 0,8m. Inni á þessu svæði skal vera samskiptabúnaður svo að þeir sem eru á svæðinu geti gert vart við sig. Securitas býður heildarráðgjöf, allan búnað og annast uppsetningu á öllu sem viðkemur brunavörnum og öruggum svæðum.
Í neyð
Neyðarkallsrofar
Hægt er að fá neyðarkallsrofa sem oft eru staðsettir inni á salernum fyrir hreyfihamlaða. Hægt er að tengja þá inn á sama kerfi og fyrir örugg svæði eða láta þetta vinna eitt og sér.
Viðmiðunarreglur um sjálfvirka brunaviðvörun:
Í mannvirki skal nota staka brunaskynjara eða skynjara sem eru samtengdir í sameiginlega stjórnstöð og ræðst val þeirra af notkunarflokki mannvirkisins, fólksfjölda og stærð þess skv. ákvæðum í töflu 9.02.
Hafðu samband við sérfræðinga Securitas
Oddsteinn Örn Björnsson
Viðskiptastjóri
Heiða Björk Júlíusdóttir
Viðskiptastjóri
Frímann Viðarsson
Viðskiptastjóri