Störf hjá Securitas

Takk fyrir áhuga þinn á að starfa hjá Securitas. 

Við hvetjum þig til að senda inn umsókn en hafðu í huga að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Við munum þó geyma umsóknina þína í 6 mánuði og losni starf sem við teljum að henti þér höfum við samband og boðum þig í atvinnuviðtal.

Umsækjendur um starf hjá Securitas þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa hreint sakavottorð.

Einnig er hægt að sækja um einstök störf sem auglýst eru og þú hefur sérstakan áhuga á, en sækja þarf um þau sérstaklega hér á heimasíðu Securitas 

Með því að sækja um starf hjá Securitas hf. og senda okkur gögn tengd umsókninni göngum við út frá því að þú hafir jafnframt kynnt þér „Persónuverndarstefnu starfsumsækjanda“ sem nálgast má á heimasíðu Securitas.  

Næsta skyndihjálparnámskeið

Næsta skyndihjálparnámskeið verður haldið 10. október hjá Securitas Skeifunni 8. 

Takmarkaður fjöldi er í boði á hveru námskeiði. Við bendum fólki á að skrá sig á námskeiðið í gegnum tölvupóst á securitas@securitas.is.

Einnig bendum við fyrirtækjum og stærri hópum á þann möguleika á að bóka sérstakt námskeið fyrir ákveðinn hóp sem halda má í húsakynnum fyrirtækis eða félagasamtaka eftir aðstæðum.

Securitas bjallan – VW Beetle

Starfsmönnum Securitas er margt til lista lagt. Simbi bílaumsjónarmaður hefur sett saman sérmsíðaða bjöllu #vwbeetle (í frístundum að sjálfsögðu) sem ekki bara flott heldur ein svo tæknilegast á landinu.
Auðvitað valdi hann að sprauta hana í Securitas-rauðum lit.

Nú er öruggara að búa í Kópavogi

Nú er öruggara að búa í Kópavogi. Securitas býður Kópavog velkominn í hópinn.
Securitas hefur undirritað samning við Kópavogsbæ um aukna öryggisgæslu í almennum byggingum bæjarins.
Undir samninginn falla meðal annars sundlaugar, skólar og söfn. Jafnframt verður gæslubílum Securitas fjölgað í umferð um Kópavog en það mun auka enn frekar á öryggi viðskiptavina Securitas í Kópavogi.
Securitas hefur hverju sinni 12 eftirlits- og viðbragðsbíla víða um stórhöfuðborgarsvæðið og samtals um 18 bíla um land allt sem vinna þétt með stjórnstöð. Securitas sem er á vaktinni allan sólarhringinn alla daga ársins.
Saman skapar þetta viðbragðsafl sem á sér ekki hliðstæðu hjá öryggisfyrirtækjum hér á landi.

ÁTVR semur við Securitas

Við hjá Securitas erum stolt yfir að því að hafa verið valin af ÁTVR til að sinna þessu viðamikla og krefjandi öryggisverkefni. ÁTVR og Secu­ritas undirrituðu nýlega samn­ing um að Sec­ritas taki yfir ör­ygg­is­mál ÁTVR. 
 

Samningur til næstu 4 ára

Samn­ing­urinn var gerður til næstu fjög­urra ára og nær yfir heildarör­ygg­is­mál ÁTVR, það er vökt­un, gæslu og ör­ygg­is­ráðgjöf, ásamt tækni­legri þjón­ustu. 
 

Ráðgjöf í öryggismálum

„Secu­ritas veit­ir fjöl­breytta ráðgjöf og þjón­ustu í ör­ygg­is­mál­um sem var einn að lyk­ilþátt­um að ÁTVR valdi okk­ur sem sam­starfsaðila“, er haft eft­ir Fann­ari Erni Þor­björns­syni, fram­kvæmda­stjóra sölu- og þjón­ustu­sviðs Secu­ritas á MBL. 
 
Sveinn Vík­ings­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs ÁTVR seg­ist einnig ánægður með gerðan samn­ing í samtali við MBL. „Örygg­is­mál­in eru eðli­lega mik­il­væg­ur hlekk­ur í dag­leg­um rekstri okk­ar. Það er því nauðsyn­legt að allt sé eins og best verður á kosið í þeim efn­um og við trú­um því að með samn­ingn­um höf­um við tekið far­sælt skref í ör­ygg­is­mál­un­um.“