Securitas semur við Kópavogsbæ um öryggisþjónustu fyrir sveitarfélagið

Nú er öruggara að búa í Kópavogi

Nú er öruggara að búa í Kópavogi. Securitas býður Kópavog velkominn í hópinn.
Securitas hefur undirritað samning við Kópavogsbæ um aukna öryggisgæslu í almennum byggingum bæjarins.
Undir samninginn falla meðal annars sundlaugar, skólar og söfn. Jafnframt verður gæslubílum Securitas fjölgað í umferð um Kópavog en það mun auka enn frekar á öryggi viðskiptavina Securitas í Kópavogi.
Securitas hefur hverju sinni 12 eftirlits- og viðbragðsbíla víða um stórhöfuðborgarsvæðið og samtals um 18 bíla um land allt sem vinna þétt með stjórnstöð. Securitas sem er á vaktinni allan sólarhringinn alla daga ársins.
Saman skapar þetta viðbragðsafl sem á sér ekki hliðstæðu hjá öryggisfyrirtækjum hér á landi.
Merki: Engin merki

Ekki er opið fyrir athugasemdir.