Nemastofa atvinnulífsins hefur veitt Securitas viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur í þjálfun og kennslu iðnnema. Þessi árlegu verðlaun eru veitt fyrirtækjum sem skarað hafa fram úr í vinnustaðanámi.
Securitas hefur lagt sérstaka áherslu á að skapa góða aðstöðu fyrir rafvirkjanema til undirbúnings til sveinsprófs. Nemar njóta öflugs stuðnings tæknisviðs og leiðsagnar frá Jóhanni Kolbeins, meistara hússins, og Andra Mogensen.
Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu frá Nemastofu og munum halda áfram að leggja okkur fram við að veita iðnnemum framúrskarandi þjálfun og stuðning.
Verðlaunin afhenti Forseti Íslands við hátíðlega athöfn laugardaginn 8. febrúar síðastliðinn.