Securitas þjónustar Iceland Parliament Hotel með allar öryggislausnir. Um er að ræða bruna- og innbrotaviðvörunarkerfi, aðgangsstýringar auk myndeftirlit. Hilton hótelkeðjan er með háa öryggisstaðla og gerir miklar kröfur; í mörgum tilfellum meiri en íslensk lög og reglur um öryggismál segja til um. Rekstraraðilar hótelsins og fulltrúar hótelkeðjunnar meta þjónustu Securitas þannig að hún hafi farið fram úr þeirra væntingum.
ÁSKORANIR
Aðgengi
Starfsfólk og gestir hótela þurfa að geta komist leiðar sinnar innan hótelsins á öllum tímum sólarhringsins. Til að tryggja hnökralaus samskipti starfsfólks og gesta er nauðsynlegt að hægt sé að stýra aðgengi á einfaldan og skilvirkan máta með aðgangsstýringu sem stenst ströngustu kröfur nútímans.
Öryggi
Öryggisstaðall Hilton er afar metnaðarfullur og inniheldur kröfur sem ganga lengra en íslenskar reglur segja til um. Það rennir enn styrkari stoðum undir eitt af lykilatriðum í hótelrekstri, sem er að tryggja öryggi gesta. Gestir hafa
miklar væntingar varðandi eigið öryggi og leggja mikið uppúr því að fyllsta öryggi sé alltaf til staðar.
Gæði
Öryggi gististaða er mikilvægt fyrir stóran hóp ferðalanga við val á gististað. Á Iceland Hotel Parliament eru öryggislausnir í gæðaflokki sem vekja athygli margra viðskiptavina við val á gististað. Erlend flugfélög, ferðaskrifstofur og stofnanir sem þurfa gistingu fyrir sitt starfsfólk leggja mikla áherslu á öryggi. Þau framkvæma oft ítarlegar úttektir og kannanir á öryggismálum hótela áður en þau velja samstarfsaðila.
„Samstarfið við Securitas hefur verið langt og farsælt. Það hefur skapast mikil reynsla og þekking sem nýtist daglega, þetta er svolítið eins og gott hjónaband.“ Gylfi Jónasson, öryggisstjóri Iceland Parliament Hotel.
LAUSNIR
ÖRYGGI
- Öryggislausnir Securitas uppfylla strangar kröfur Hilton-keðjunnar, m.a. um brunavarnir og stýringar á búnaði sem er beintengdur brunavarnarkerfinu, s.s. lyftur, sýningartjöld og hljóðkerfi í opnum rýmum.
- Myndavélaeftirlit á opnum svæðum og utanhúss hótel hjálpar svo til við að fylgjast með umgengi um hótelið.
AÐGENGI
- Nær allar hurðir á hótelinu eru aðgangsstýrðar með aðgangsstýrikerfi Securitas. Öll hótelherbergi, auk þjónusturýma og annarra rýma í húsinu eru aðgangsstýrð. Með réttum og viðeigandi aðgangsheimildum eykur þessi búnaður öryggi og skapar vellíðan og ró hjá starfsfólki og gestum. Þá má geta þess að árásarhnappar eru beintengdir stjórnstöð Securitas sem getur sent bæði öryggisverði og lögreglu á vettvang þegar þess gerist þörf.
EFTIRFYLGNI
- Hilton gerir miklar kröfur um úttektir á öllum kerfum meðan á byggingu hótels stendur sem og í daglegum rekstri þess. Sérfræðiþekking Securitas var því nauðsynleg á byggingarstiginu og skjót viðbrögð sérfræðinga við að aðlaga kerfin að hinum miklu kröfum sem Hilton gerir skipti sköpum við að ná að klára lokaúttekti
ÞRÓUN
- Vöruþróun Securitas hefur meðal annars tekið mið af og staðist síauknar kröfur ferðamanna með ári hverju. Kröfurnar sem Hilton hótelkeðjan gerir til Iceland Parliament Hotel varðandi öryggi og brunavarnir eru miklar en samstarf Securitas og hótelsins við að uppfylla þær hefur gengi vel þar sem væntingum og hraðri þróun í öryggismálum hefur verið mætt.