Dróni Útlit upp í fjall

Reynslusaga viðskiptavinar – Hótel Hálönd

Hótel Hálönd er nútímalegt hótel þar sem gestirnir afgreiða sig sjálfir, hvar og hvenær sem þeim hentar. Hótelið er staðsett við rætur Hlíðarfjalls með frábæru útsýni yfir Akureyri og víðsýnt er til allra átta. Þegar hótelgestir hafa bókað og staðfest dvöl sína fá þeir sendan aðgangskóða að hótelinu innan 15 mínútna eftir að bókun er staðfest.

ÁSKORANIR

Aðgengi

Eitt af aðalmarkmiðum eigenda og rekstraraðila hótelsins var að hafa hótelið ómannað og gera gestum kleift að afgreiða sig sjálfir. Meðal helstu áskorana var því að tryggja að auðvelt væri að stýra aðgengi gesta og starfsfólks innan hótelsins; hvort sem um ræðir aðgang að herbergjum eða geymslum fyrir skíði, hjól og annan tilheyrandi frístundarbúnað.

Öryggi

Mjög mikilvægt er að gestir upplifi á öllum stundum öryggi og traust meðan á dvöl þeirra stendur. Þar sem ætlunin er að hafa lágmarksfjölda starfsmanna er nauðsynlegt að geta fylgst með og fengið tilkynningar í síma eða tölvu þegar þörf er fyrir viðbrögð starfsfólks.

Hagkvæmni

Að gestir geti án vandkvæða bókað herbergi með skömmum fyrirvara og fengið sjálfvirka upplýsingagjöf um hvernig gengið er um hótelið, er beggja hagur. Engin þörf er því fyrir afhendingu lykla og lásar á hurðum eru nánast hvergi sjáanlegir á hótelinu. Með nútímatækni og sjálfsafgreiðslu á öllum tímum sólarhrings er hægt að halda verði á hótelgistingu í lágmarki.

„Samstarfið við Securitas hefur verið farsælt og má þá sérstaklega nefna liðlegheit og snögg viðbrögð þegar mikið liggur við.“ Írena Elínbjört, framkvæmdastjóri og hótelstjóri Hótel Hálanda.

LAUSNIR

Öryggi

  • Tryggja þurfti að aðgangskóðar væru einungis nothæfir meðan á bókunartíma stendur og að þeir myndu eyðast eftir að gestir hafa yfirgefið hótelið.
  • Myndeftirlitskerfi var sett upp á nauðsynlegum stöðum svo auðvelt væri að fylgjast með og tryggja öryggi gesta á hótelinu

 

Hagkvæmni

  • Keyrsla á milli aðgangsstýrikerfisins og bókunarkerfisins fer fram á 15 mínútna fresti svo auðvelt er fyrir gesti að bóka herbergi með skömmum fyrirvara á hvaða tíma sólahrings sem er. Með þessari lausn er mögulegt fyrir hótelið að vera nánast ómannað starfsfólki og sparast því töluverður kostnaður í rekstrinum. Þægindin fyrir gestina eru einnig umtalsverð og sparast m.a. sá tími sem alla jafna fer í að skrá sig inn og út af hóteli, ásamt því að þurfa ekki að halda utanum lykil eða aðgangskort.

 

AÐGENGI

  • Áhersla var lögð á að aðgengi fyrir gesti yrði lyklalaust og að viðskiptavinir myndu fá aðgangskóða við bókun sem væri notaður til þess að komast inn á hótelið og í rétt herbergi. Aðgangsstýrikerfi frá Securitas sem ,,talar við“ bókunarkerfi hótelsins, leysti þessa áskorun. Kerfin vinna þannig saman og búa til aðgangskóða fyrir hverja bókun. Sami aðgangskóði gildir fyrir sérútbúna þurrskápa í skíða- hjólageymslu frir hvert herbergi.

 

„Í byrjun voru ekki margir sem höfðu trú á hugmyndum okkar um ómannað hótel, en snjallar tæknilausnir í samstarfi við Securitas hafa breytt því“ – Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS byggir og eigandi Hótel Hálanda.

Merki: Engin merki

Ekki er opið fyrir athugasemdir.