securitas-21-12-16-31944

Vegna verkfallsboðunnar öryggisvarða í Eflingu stéttarfélagi

Mánudaginn 20.febrúar kl. 18:00 lauk kosningu öryggisvarða í Eflingu stéttarfélagi um verkfallsboðun. Verkfallsboðun var samþykkt sem  hefst að óbreyttu kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 28.febrúar nk. Um ótímabundnar vinnustöðvanir eru að ræða.

 

Í sérkjarasamningi Securitas og Eflingar stéttarfélags er ákvæði þar sem segir að það sé sameiginleg afstaða samningsaðila að öryggisfyrirtæki hafi mikla sérstöðu meðal atvinnugreina, og sé viðkvæm fyrir vinnudeilum. Því eru í samningnum undanþáguákvæði sem hafa það að markmiði að tryggja öryggi almennings, heimila, fyrirtækja og stofnanna.

 

Securitas mun sækja um undanþágu frá verkfalli í samræmi við ofangreind ákvæði.

Um leið og svar fæst varðandi undanþágubeiðnina mun Securitas upplýsa um næstu skref.

Ekki er opið fyrir athugasemdir.