Þau öryggiskerfi frá Securitas sem notast við PSTN og POTS gerð af símalínu eru fjarskiptafélögin á Íslandi að leggja niður á þessu ári. Það þýðir að eftir þessa breytingu munu öryggiskerfi sem notast við þessar tengingar ekki vera tengt stjórnstöð Securitas.
Við viljum minna á að samkvæmt samningi er það á ábyrgð viðskiptavina að tryggja að fjarskiptasamband sé til staðar. Okkur er umhugað um öryggi viðskiptavina og hvetjum þá sem notast við PSTN og POTS tengingar til að bregðast við og tryggja að boð frá öryggiskerfi skili sér til stjórnstöðvar Securitas.
Með öryggi að leiðarljósi biðjum við þig um að heyra í okkur sem fyrst í síma 580-7000 eða senda okkur tölvupóst á netfangið securitas@securitas.is til að tryggja áframhaldandi farsælt samband.