Njóttu þess að fara út að hjóla án þess að hafa óþarfa áhyggjur

Njóttu þess að vera út í náttúrunni

Farðu út að hjóla og vertu með öryggi heimilisins í vasanum

Það er mikilvægt að komast af og til út og njóta náttúrunnar og útiveru. Með Heimavörn ertu alltaf með öryggi heimilisins við höndina. Eina sem þú þarft að gera er að fara inn í appið og kanna hvernig staðan er.

Engin þörf á að velta fyrir sér hvort allt sé í lagi heima, þú bara kannar það.

Með öryggið við hendina öllum stundum

Hjartað í Heimavörn liggur í appinu. Þaðan getur þú stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þú ert í sambandi á annað borð og fengið margs konar tilkynningar og áminningar sjálfkrafa. 

Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist. Hafðu auga með heimilinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.

Notendur geta einnig verið með Sumarhúsavörn og Firmavörn allt í sama appi með Heimavörn.

Merki: Engin merki
0

Ekki er opið fyrir athugasemdir.