Með Heimavörn getur þú sagt bless við óþarfa lykla. Á auðveldan máta getur þú opnað og læst hurðum að vild fyrir þig og þína nánustu. Aldrei aftur læsast úti!
Með öryggið við hendina öllum stundum
Hjartað í Heimavörn liggur í appinu. Þaðan getur þú stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þú ert í sambandi á annað borð og fengið margs konar tilkynningar og áminningar sjálfkrafa.
Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist. Hafðu auga með heimilinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.
Notendur geta einnig verið með Sumarhúsavörn og Firmavörn allt í sama appi með Heimavörn.