Einar Hansberg Árnason setti á dögunum heimsmet í réttstöðulyftu, hann lyfti samtals 528.090kg á einum sólarhring.
Metið verður sett í heimsmetabók Guinnes en til þess að hægt væri að fá metið gilt fékk Einar aðstoð frá Securitas til þess að taka upp og vakta hann allan sólarhringinn.
Okkar menn Kjartan og Pétur settu upp upptökubúnaðinn og voru til taks allan sólarhringinn ef þeirra hefði verið óskað.
Frábært verkefni þar sem allir hjálpuðust að við að láta hlutina ganga upp.
„Það komu margir að þessu verkefni. Þar á meðal Securits, sem blésu heldur betur vind í seglin.“ – Einar Hansberg Árnason
Til hamingju Einar!
Hægt er að lesa um málið á vef Rúv hér