Snertilaus aðgangshlið í Smárabíó

Snertilaus aðgangshlið í Smárabíó

Snillingarnir í Smárabíó hafa sett upp frábæra lausn sem gerir þeim kleift að opna eftir að hafa haft lokað vegna samkomutakmarkana sem í gildi hafa verið.

Snertilausu aðgangshliðin frá Securitas hafa verið sett upp við inngang kvikmyndahússins og munu gestir geta skannað aðgangsmiðann sinn og gengið inn. Með þessu tryggja þau öruggt umhverfi fyrir sína gesti og starfsfólk.

“Sjálfvirku hliðin eru frábær lausn sem gerir okkur kleift að bjóða upp á öruggt og þægilegt umhverfi fyrir bíógesti og starfsmenn á þessum krefjandi tímum. Uppsetningin á hliðunum gekk vel og þjónusta Securitas til fyrirmyndar“ – Lilja Ósk Diðriksdóttir Markaðstjóri 

Hér má sjá frétt sem mbl skrifaði um málið 

Hér má nálgast nánari upplýsingar um aðgangsstýringar frá Securitas.

Ekki er opið fyrir athugasemdir.