Við hjá Securitas erum stolt yfir að því að hafa verið valin af ÁTVR til að sinna þessu viðamikla og krefjandi öryggisverkefni. ÁTVR og Securitas undirrituðu nýlega samning um að Secritas taki yfir öryggismál ÁTVR.
Samningur til næstu 4 ára
Samningurinn var gerður til næstu fjögurra ára og nær yfir heildaröryggismál ÁTVR, það er vöktun, gæslu og öryggisráðgjöf, ásamt tæknilegri þjónustu.
Ráðgjöf í öryggismálum
„Securitas veitir fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu í öryggismálum sem var einn að lykilþáttum að ÁTVR valdi okkur sem samstarfsaðila“, er haft eftir Fannari Erni Þorbjörnssyni, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Securitas á MBL.
Sveinn Víkingsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ÁTVR segist einnig ánægður með gerðan samning í samtali við MBL. „Öryggismálin eru eðlilega mikilvægur hlekkur í daglegum rekstri okkar. Það er því nauðsynlegt að allt sé eins og best verður á kosið í þeim efnum og við trúum því að með samningnum höfum við tekið farsælt skref í öryggismálunum.“